Íþróttir

Skotíþróttafólk Markviss 2017 eru Jón Brynjar og Snjólaug

Keppnistímabilinu er nú lokið í þeim skotgreinum sem stundaðar eru utanhúss og átti Skotfélagið Markviss níu keppendur í hagla- og kúlugreinum á keppnintímabilinu.
Meira

Montrétturinn er á Króknum

Tindastóll og Þór Akureyri áttust við í fjörugum og skemmtilegum körfuboltaleik í Síkinu í kvöld. Hávær sveit hressra Þórsara fylgdi sínum mönnum og voru kampakátir fyrstu mínúturnar en Stólarnir náðu fljótlega yfirhöndinni í leiknum og þrátt fyrir ágætan leik gestanna voru þeir aldrei nálægt því að koma heimamönnum úr jafnvægi. Eftir fyrri viðureign norðanliðanna eru það því Króksararnir sem hafa montréttinn. Lokatölur 92-70 og leikur Tindastóls uppörvandi.
Meira

Nágrannaslagur í Síkinu í kvöld

Sannkallaður nágrannaslagur verður í Síkinu í kvöld þegar Þór frá Akureyri mætir heimamönnum í Tindastól í Dominos deildinni í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verða hinir rómuðu grillborgarar á sínum stað fyrir leik.
Meira

Fyrsta skóflustungan að gervigrasvelli

Í dag klukkan 15 verður fyrsta skóflustungan, eða réttara sagt fyrstu skóflustungurnar, teknar að nýjum gervigrasvelli á Sauðárkróki. Það er von knattspyrnudeildar að sem flestir iðkendur á öllum aldri mæti með skóflur og taki þátt í atburðinum.
Meira

Sumarið gert upp hjá krökkunum í GSS

Lokahóf barna- og unglingastarfs Golfklúbbs Sauðárkróks var haldið í gær í húsi klúbbsins að Hlíðarenda. Vel var mætt af börnum og foreldrum sem spiluðu bingó og gæddu sér á veitingum, auk þess sem viðurkenningar voru veittar fyrir sumarið.
Meira

Vesturbæingarnir lögðu Kormáksmenn í splunkunýtt parket

3. deildar lið Kormáks á Hvammstanga tók þátt í Maltbikarnum í körfubolta um helgina því á laugardag komu Íslands- og bikarmeistarar KR í heimsókn í íþróttahúsið á Hvammstanga en við það tilefni var nýtt parket vígt. Samkvæmt heimildum Feykis var troðfullt í húsinu og hin fínasta stemning en gestirnir úr Vesturbænum höfðu betur í leiknum.
Meira

Stólarnir komnir áfram í Maltbikarnum

Hann var kaflaskiptur leikurinn sem Tindastólsmenn buðu upp á í Síkinu í kvöld þegar Þórsarar frá Þorlákshöfn mættu í heimsókn í 32 liða úrslitum Maltbikarsins. Heimamenn höfðu mikla yfirburði í fyrri hálfleik og spiluðu þá glimrandi körfubolta en það var fátt um fína drætti í síðari hálfleik. Góð frammistaða gestanna síðustu 15 mínútur leiksins dugði þó ekki til að ná í skottið á Stólunum sem unnu í raun ansi öruggan sigur. Lokatölur 84-76.
Meira

Eftirvænting á Hvammstanga

Mikil eftirvænting ríkir nú á Hvammstanga og ekki að ástæðulausu því að á morgun, laugardaginn 14. október, fær Körfuknattleiksliðið Kormákur sem spilar í þriðju deild, Íslandsmeistara KR í heimsókn í 32-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ.
Meira

Súrsætur sigur að Hlíðarenda

Tindastóll og Valur mættust á Hlíðarenda í kvöld í leik sem lið Tindastóls vann með herkjum. Leikurinn, sem átti að hefjast kl. 19:15, var færður fram til kl. 18:00 en því miður þá hóf Tindastólsliðið varla leik fyrr en einmitt kl. 19:15. Það dugði þó til sigurs því Stólarnir notuðu fjórða leikhlutann vel að þessu sinni. Lokatölur 69-73 í leik þar sem Hester var maðurinn.
Meira

Þau bestu og efnilegustu verðlaunuð

Þann 23. september síðastliðin fór uppskeruhátíð meistaraflokka Tindastóls í knattspyrnu fram. Þar voru bestu og efnilegustu leikmenn liðanna þriggja verðlaunuð. Einnig fengu markakóngur og drottning viðurkenningu. Það voru leikmenn sjálfir sem völdu besta leikmanninn en þjálfarar völdu þau efnilegustu.
Meira