Íþróttir

Fríar sundæfingar í Íþróttaviku Evrópu

Nú stendur yfir íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) sem haldin er víðsvegar um álfuna. Í tilefni hennar stendur Sunddeild Tindastóls fyrir ýmsum viðburðum í Sundlaug Sauðárkróks, m.a. fríum sundæfingum fyrir börn og fullorðna. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Meira

Góður árangur Arnars Geirs í Ameríku

Arnar Geir Hjartarson, golfleikarinn knái frá Sauðarkróki, stundar nú nám í Bandaríkjunum auk þess að leika golf með skólaliði sínu í Missouri Valley College. Hann náði mjög góðum árangri í síðustu viku á tveimur mótum, varð annars vegar í 1. sæti og hins vegar í því 8.
Meira

Helgi Rafn skrifaði undir í gær

Enn berast fréttir úr stássstofunni á Sjávarborg en þar skrifaði kapteinninn sjálfur, Helgi Rafn Viggósson, undir tveggja ára samning við körfuboltadeild Tindastóls í gær. Vart þarf að kynna Helga Rafn, sem hefur verið burðarstykkið í liði Stólanna í áraraðir.
Meira

Hester kemur í næstu viku

Undirbúningstímabilið er hafið hjá körfuboltaliðum Dominos deildarinnar og hefur Tindastóll leikið æfingaleiki gegn Þór á Akureyri og ÍR um síðustu helgi. Um helgina átti að leika tvo leiki, föstudag og laugardag, en vegna jarðarfarar fellur seinni leikurinn niður. Leikið verður gegn Njarðvík úti á föstudagskvöld og eru stuðningsmenn sunnan heiða hvattir til að mæta og láta í sér heyra.
Meira

Júdódeild Tindastóls býður upp á blandaðar bardagalistir

Júdódeild Tindastóls hefur vakið mikla athygli fyrir starfsemi sína undanfarin misseri og er engan bilbug að finna hjá deildinni fyrir komandi vetur. Vetrarstarfið hefst í dag 18. september en einnig er ætlunin að bjóða upp á blandaðar bardagalistir.
Meira

Körfuboltamenn farnnir að spretta úr spori

Annar æfingaleikur Tindastóls fyrir komandi keppnistímabil í körfunni var spilaður í dag og stór hópur stuðningsmanna Stólanna mætti í Síkið til að horfa á sína menn leggja ÍR í parket af öryggi. Lokatölur urðu 86-62 en Chris Caird var stigahæstur leikmanna í dag með 25 stig.
Meira

Boðið upp á markasúpu á Króknum

Það var líf og fjör á Sauðárkróksvelli þegar sígrænir Völsungar skröltu í heimsókn frá Húsavík. Lið Tindastóls hefur verið í ágætu stuði upp við mörk andstæðinga sinna í síðustu leikjum og það varð engin breyting á því í dag. Eftir fjörugan og kaflaskiptan leik sigruðu heimamenn 4-3 og skutust þar með upp fyrir lið Völsungs í sjötta sæti 2. deildar.
Meira

Viðar Sveinbjörnsson og Ragna Stefanía Pétursdóttir Skagfirðingamótsmeistarar

Skagfirðingamótið í golfi fór fram um síðustu helgi á golfvelli Borgnesinga en áður hafði mótinu verið frestað vegna veðurs. Á fésbókarsíðu mótsins segir Björn Jóhann Björnsson að stærsta fréttin sé sú að Haddi, „litli bróðir“ Arnar Sölva, fór holu í höggi hjá á 8. braut. En það eru þau Viðar Sveinbjörnsson og Ragna Stefanía Pétursdóttir sem bera titlana Skagfirðingamótsmeistarar 2017.
Meira

Anna Karen og Hákon Ingi Norðurlandsmeistarar

Síðastliðinn laugardag tók flottur hópur frá GSS þátt í lokamóti Norðurlandsmótaraðarinnar í golfi sem fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Það voru þau Alexander Franz Þórðarson, Anna Karen Hjartardóttir, Bjartmar Dagur Þórðarson, Bogi Sigurbjörnsson, Dagbjört Sísí Einarsdóttir, Hákon Ingi Rafnsson og Hildur Heba Einarsdóttir.
Meira

Stólarnir tryggðu sætið á KR-vellinum

Tindastóll sótti heim lið Knattspyrnufélags Vesturbæjar í dag og var leikið á KR-vellinum. Liðsmenn KV voru í næstneðsta sæti 2. deildar fyrir leikinn og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að laga stöðu sína í deildinni. Með sigri gátu Stólarnir aftur á móti tryggt veru sína í deildinni og sú varð raunin. Bjarki Már gerði sigurmarkið í uppbótartíma en lokatölur voru 1-2 fyrir Tindastól.
Meira