Íþróttir

Stólarnir sýndu alvöru karakter í Síkinu

Fyrsti leikurinn í einvígi Tindastóls og Grindavíkur fór fram í Síkinu í gærkvöldi og reyndist æsispennandi. Stemningin var mögnuð frá fyrstu mínútu og jókst með hverri mínútunni sem leið. Stólunum tókst að jafna skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma með ótrúlegri blakkörfu Arnars og í framlengingu reyndust heimamenn sterkari og sigruðu að lokum 96–92 og náðu því yfirhöndinni í rimmu liðanna.
Meira

Pétur í úrvalsliði seinni umferðar Dominos-deildarinnar

Síðasta umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta var leikin sl. fimmtudagskvöld og luku Tindastólsmenn keppni með góðum sigri gegn Stjörnunni. Líkt og oft áður í vetur átti landsliðskappinn og leikstjórnandi Tindastóls, Pétur Rúnar Birgisson, góðan leik líkt og var í hinum ágæta skemmtiþætti, Dominos-kvöldi á Stöð2Sport, valinn í úrvalslið Dominos-deildarinnar í seinni umferð deildarkeppninnar.
Meira

Formannslaus knattspyrnudeild

Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls var haldinn sl. miðvikudag í Árskóla að viðstöddu fjölmenni. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundastörf deildarinnar, þar sem ársreikningur deildarinnar var m.a. kynntur en ekki tókst að mynda stjórn. Eftir að formaður deildarinnar sagði af sér fyrir skömmu hefur ekki fundist neinn aðili sem tilbúinn er að fylla það skarð. Sama má segja um stjórnina, enginn gaf sig fram og fer því framkvæmdastjóri deildarinnar, Jón Stefán Jónsson, með umboð hennar og formanns.
Meira

Þriðja sætið staðreynd eftir stórsigur á Stjörnunni

Tindastóll og Stjarnan mættust í lokaumferð Dominos-deildarinnar í Síkinu í kvöld. Stólarnir höfðu tapað í tvíframlengdum steinbít í Njarðvík á mánudagskvöldið en í sömu umferð höfðu Garðbæingar kjöldregið Keflvíkinga. Það var því mikilvægt fyrir Stólana að eiga góðan leik í kvöld og komast á sigurbraut fyrir úrslitakeppnina. Það gerðu þeir svo sannarlega eftir flotta frammistöðu í síðari hálfleik og niðurstaðan tuttugu stiga sigur. Lokatölur 87-67.
Meira

„Svona fer þetta stundum og við áttum að gera betur,“ segir Helgi Freyr. Stólar taka á móti Stjörnunni í kvöld

Síðustu sex leikir í Domino´s deild karla í körfubolta fara fram í kvöld áður en úrslitakeppnin sjálf hefst og kemur þá í ljós hvaða lið parast saman í þeirri keppni. Tindastóll tekur á móti Stjörnunni í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld og geta úrslitin haft áhrif á hvaða lið Tindastóll fær sem andstæðing í úrslitakeppninni. Aðrir leikir kvöldsins eru: Höttur – Njarðvík, Keflavík – ÍR, Haukar – Valur, Grindavík - Þór Ak. og Þór Þ. – KR. allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.
Meira

Njarðvík hafði betur gegn Stólum í háspennuleik

Það var sannkallaður spennuleikur í Ljónagryfjunni í Njarðvík á mánudagskvöldið er Tindastóll mætti heimamönnum í næstsíðustu umferð Domino´s deildarinnar í körfubolta. Eftir hörkuspennandi og tvíframlengdan leik höfðu Njarðvíkingar betur með 103 stigum gegn 102. Njarðvíkingar hófu leikinn af meiri krafti en Stólarnir sem áttu erfitt með að finna leiðina að körfunni. Eftir tæpar sjö mínútur var staða orðin 16-6 fyrir heimamenn áður en Pétur Rúnar Birgisson náði að laga stöðuna með sniðskoti. Njarðvíkingar héldu áfram að salla niður körfum meðan lítið gekk hjá Stólum og staðan eftir fyrsta leikhluta 29-14.
Meira

Dúndurspenna á toppi Domino´s deildarinnar. Tindastóll sækir Njarðvík heim í Ljónagryfjuna

Tveir leikir fara fram í Domino´s deildinni í kvöld og þar með þeir síðustu í 21. og næstsíðustu umferð deildarinnar. Tindastóll getur með sigri jafnað Hauka sem ekki tókst að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í gærkvöldi.
Meira

Skákfélag Sauðárkróks í 3. sæti í 3. deild

Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga fór fram í Rimaskóla í Grafavogi um helgina og má segja að þar sé um hápunkt skákvertíðarinnar á Íslandi að ræða. Skákmenn koma saman, hitta gamla vini, rifja upp gamla takta og berjast hart til sigurs, eins og segir á heimasíðu Skáksambands Íslands. Skákfélag Sauðárkróks tók þátt og endaði í 3. sæti í 3. deild.
Meira

Snilldarleikur Stólanna gegn gömlu góðu Vesturbæingunum

Stórleikur 20. umferðar Dominos-deildarinnar fór fram í Síkinu í kvöld. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting hafi ríkt hjá stuðningsmönnum Tindastóls fyrir leikinn og stemningin í Síkinu sjóðheit og hressandi. Leikurinn reyndist hin besta skemmtun fyrir heimamenn sem fóru á kostum í vörn og sókn og sigruðu Íslandsmeistara KR af fádæma öryggi. Lokatölur 105–80 og allir með!
Meira

Stefnir í hörkuleik í Síkinu í kvöld – Tindastóll KR

Það má búast við hörkuleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld er erkifjendurnir í Domino´s deildinni, Tindastóll og KR eigast við. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið sem keppast um að komast á toppinn í deildinni. Eins og staðan er nú sitja Haukar í efsta sætinu með 32 stig en ÍR í því öðru með 28 stig, jafnmörg og Tindastóll sem situr í því þriðja með verri stöðu í innbyrðis viðureignum við Haukana. Þriðja sætið verma svo KR-ingar sem gætu jafnað Stólana að stigum með sigri í kvöld.
Meira