Skákfélag Sauðárkróks í 3. sæti í 3. deild
Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga fór fram í Rimaskóla í Grafavogi um helgina og má segja að þar sé um hápunkt skákvertíðarinnar á Íslandi að ræða. Skákmenn koma saman, hitta gamla vini, rifja upp gamla takta og berjast hart til sigurs, eins og segir á heimasíðu Skáksambands Íslands. Skákfélag Sauðárkróks tók þátt og endaði í 3. sæti í 3. deild.
Á heimasíðu Skákfélag Sauðárkróks segir að sveit félagsins hafi fengið 9 stig og 23 og 1/2 vinning, en stigin eru talin á undan vinningum í neðri deildunum og fást 2 stig fyrir sigur og 1 verði leikar jafnir. Þeir sem tefldu um helgina voru: Jón Arnljótsson 2 og 1/2 af 3, Birgir Örn Steingrímsson 1 / 2, Pálmi Sighvatsson 1 og 1/2 / 3, Unnar Ingvarsson 2 / 3, Árni Þór Þorsteinsson 1 og 1/2 / 3, Þór Hjaltalín 1 og 1/2 / 3 og Magnús Björnsson 0 / 1. Sjá nánar um úrslit HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.