Íþróttir

„Nú eru engar afsakanir,“ segir Helgi Rafn um leikinn í kvöld

Í kvöld fara fram tveir leikir í undanúrslitum Domino's deildar karla. Annars vegar tekur ÍR á móti okkar mönnum í Tindastóli í Hertz hellinum í Seljaskóla og hins vegar Haukar á móti -KR í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði. Ekki vantar spennuna í keppninni þar sem liðin hafa unnið sinn leikinn hvert en þrjá sigra þarf til að komast í úrslitin.
Meira

María Finnboga hreppti tvenn gullverðlaun

Skíðakonan úr Tindastól, María Finnbogadóttir, tók þátt í skíðalandsmóti Íslands sem fram fór í Bláfjöllum og Skálafelli um helgina. Vel gekk hjá Maríu sem krækti í gullverðlaun í svigi og alpatvíkeppni.
Meira

ÍR jafnaði rimmuna í hörku leik

Leikmenn ÍR komu vel stemmdir til leiks er þeir mættu Stólunum í kvöld í öðrum leik þeirra í úrslitakeppninni í Domino´s deildarinnar í körfubolta. Eftir mikinn baráttuleik uppskáru gestirnir úr Breiðholtinu sanngjarnan sigur yfir heimamönnum með 106 stigum gegn 97.
Meira

Tindastóll í æfingaferð til Spánar

Snemma í morgun héldu meistaraflokkar karla og kvenna Tindastóls í fótbolta til Spánar í æfingaferð. Báðir hópar hafa, frá því í nóvember, unnið að því hörðum höndum að fjármagna ferðina, sem iðkendur greiða úr eigin vasa og má í því sambandi nefna fjáraflanir allt frá bílaþvotti til kleinusölu.
Meira

Þrjár skagfirskar í æfingahóp U20 í körfuboltanum

U20 ára lið kvenna í körfubolta tekur þátt í Evrópukeppni FIBA Europe í byrjun júlí í sumar. Þrjár skagfirskar stúlkur voru valdar af Finni Jónssyni landsliðsþjálfara í 25 manna æfingahóp leikmanna sem kemur saman eftir miðjan maí til æfinga. Endanlega lið verður svo valið í kjölfarið úr þeim hópi en hópurinn er skipaður leikmönnum sem fæddir eru 1998 og 1999. Aðstoðarþjálfari liðsins verður Hörður Unnsteinsson.
Meira

Stólarnir sóttu sigur í Breiðholtið

Fyrsti leikurinn í undanúrslitaeinvígi ÍR og Tindastóls fór fram í Breiðholtinu í gærkvöldi. Það var trú flestra spekinga að þetta væri gott tækifæri fyrir Stólana að stela heimavallarréttinum af vængbrotnu liði ÍR sem leikur fyrstu tvo leikina gegn Tindastóli án Ryan Taylor sem er í leikbanni. Þetta tókst strákunum, sem unnu mikilvægan sigur gegn baráttuglöðum ÍR-ingum, en þrátt fyrir að leiða nánast allan leikinn og hafa oft náð góðu forskoti þá hengu heimamenn inni í leiknum fram á síðustu sekúndur. Lokatölur 82-89 og Stólarnir 1-0 yfir í einvíginu.
Meira

Jón Gísli lagði upp seinna mark Íslands

Jón Gísli Eyland leikmaður Tindastóls er þessa dagana erlendis með U16 ára landsliði Íslands en í gær lék liðið gegn Eistlandi. Jón Gísli var í byrjunarliðin, lék á miðjunni og lagði upp seinna mark Íslands í 2-1 sigri. Næsti leikur er gegn Litháen á morgun en leikið er í Gargzdai í Litháen.
Meira

Skráning hafin á Landsmótið

„Landsmótið er nýjung fyrir alla sem hafa gaman af því að hreyfa sig. Ég sé fyrir mér að þarna geti vinahópar komið saman og skemmt sér í íþróttum, gamlir skóla- eða íþróttafélagar fá tækifæri til að rifja upp taktana í brennibolta, skokkhópar geta sprett úr spori og prófað nýjar greinar. Þarna verður einnig hefðbundin keppni í fjölda greina og um að gera að kynna sér hvað er í boði“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands (UMFÍ). Í gær var opnað fyrir skráningu á Landsmótið sem verður dagana 12. – 15. júlí á Sauðárkróki.
Meira

Ívar Ásgríms fór á skíði í Tindastól

Það vakti athygli um helgina að Ívar Ásgrímsson, þjálfari mfl. karlaliðs Hauka í körfuboltanum, skellti sér á skíði í Tindastól en það ku veita á gott í baráttu liðsins í Domino´s deildinni. Eftir misjafnt gengi Haukana á síðasta tímabili fór hann í skíðaferð undir lok tímabils, kom til baka og liðinu fór að ganga betur, eins og segir á Karfan.is.
Meira

170 þátttakendur gengu á Skíðagöngumóti í Fljótum

Það er ekki laust við að það hafi orðið ansi hressileg fólksfjölgun í Fljótum í Skagafirði í gær þegar fram fór hið árlega skíðagöngumót Fljótamanna. Á Facebook-síðu mótsins segir að mótið hafi verið algerlega ótrúlegt en um 170 þátttakendur gengu í blíðu og gleði.
Meira