Íþróttir

Vormót Molduxa á morgun

Vormót Molduxa í körfubolta fer fram í Síkinu á morgun 12. maí og hefst klukkan 11 árdegis að staðartíma. Mótið hefur unnið sér fasta sess í körfuboltaheimi eldri iðkenda og það eina sem haldið er á Íslandi þessi misserin. Leikið er í tveimur riðlum +35 og +40 ára.
Meira

Stofna hjólreiðaklúbb á Sauðárkróki

Hjólreiðafélagið Drangey heldur stofnfund í Húsi frítímans á Sauðárkróki á morgun, fimmtudaginn 10. maí kl. 20. Á fundinum verður félagið kynnt og einnig farið yfir starfsemi félagsins í sumar, sem verður fjölþætt og höfðar til allra hjólara.
Meira

Danero Thomas verður liðsmaður Tindastóls næsta tímabil

Körfuknattleiksdeild Tindastóls bætist góður liðsauki fyrir næsta tímabil en hinn magnaði Danero Thomas skrifaði undir árssamning við félagið í dag. Danero var lykilmaður í liði ÍR þegar liðin áttust við í undanúrslitum Domino‘s deildarinnar fyrr í vor. Samningurinn er til eins árs.
Meira

Tap fyrir Gróttu í fyrsta leik

Nú eru fótboltamenn og -konur farin að eltast við boltann um víðan völl. Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli lék sinn fyrsta leik í 2. deildinni þetta sumarið í gær og var leikið við lið Gróttu á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi fyrir framan 80 áhorfendur. Ekki fóru strákarnir neina frægðarför suður að þessu sinni og máttu sætta sig við 5-2 tap en það var þó ekki fyrr en á lokametrunum sem Gróttumenn tryggðu sigurinn.
Meira

Israel Martin tekur við U20 landsliði karla

Þjálfari Tindastóls í körfuknattleik, Israel Martin, hefur bætt við rós í hnappagatið en KKÍ hefur samið við hann um að taka við sem aðalþjálfari U20 landsliðs karla nú í sumar. Þetta gerist í kjölfar þess að Arnar Guðjónsson baðst lausnar sem þjálfari liðsins eftir að hann ákvað að taka við þjálfun Stjörnunnar í Dominos-deild karla. Israel Martin verður eftir sem áður þjálfari Tindastóls.
Meira

Arnar og Pétur í liði ársins

Lokahóf KKÍ var haldið í hádeginu í gær og voru veitt verðlaun til leikmanna, þjálfara og dómara fyrir sín afrek í vetur. Leikmenn Tindastóls sópuðu að sér verðlaunum eftir frábært tímabil í Dominos-deildinni en bæði Pétur Rúnar Birgisson og Sigtryggur Arnar Björnsson voru valdir í lið ársins.
Meira

Bauð Stólum í tertu og góðan styrk

Meistaraflokksleikmenn, stjórn og helstu aðstandendur körfuknattleiksdeildar Tindastóls var boðið í kaffisamsæti hjá stjórn Kaupfélags Skagfirðinga fyrr í dag í matsal Kjarnans á Sauðárkróki. Tilefnið var sérstakur fjárstyrkur Kaupfélagsins til deildarinnar vegna hins góða árangurs sem Stólarnir náðu í Domino´s-deildinni í vetur sem og í Maltbikarnum en eins og allir ættu að vita varð liðið bikarmeistari er það sigraði KR í úrslitaleik í Laugardalshöllinni í janúar.
Meira

Takk fyrir geggjað tímabil Tindastólsmenn!

Tindastóll og KR mættust í fjórða leiknum í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld í DHL-höllinni í Vesturbænum. Stólarnir þurftu nauðsynlega að vinna til að halda í drauminn en KR dugði sigur í kvöld. Sú varð raunin; lið KR var betra liðið og sigraði af talsverðu öryggi þrátt fyrir að Tindastólsmenn hafi aldrei gefist upp. Lokatölur voru 89-73 og óskum við KR til hamingju með fimmta titilinn í röð.
Meira

KR marði sigur í geggjuðum körfuboltaleik

Tindastóll og KR buðu upp á naglbít fyrir troðfullu Síkinu í kvöld í leik sem bauð upp á flest það sem áhorfendur vildu sjá – nema auðvitað vitlaus úrslit því það voru gestirnir úr Vesturbænum sem fóru með sigur af hólmi eftir glæsilega/hörmulega flautukörfu frá Brynjari Þór af öllum mönnum. Já, Guðirnir eru ekki alltaf í stuði. KR-ingar virtust hafa tryggt sér sigur með frábærum kafla seint í leiknum en Stólarnir kröfsuðu sig inn í leikinn í blálokin og besti maður vallarins, Pétur Birgis, jafnaði með þristi þegar 26 sekúndur voru eftir. En Brynjar átti síðasta orðið og KR er nú með 2-1 forystu í einvígi liðanna. Lokatölur leiksins voru 75-77.
Meira

Þriðji leikur Tindastóls og KR er að bresta á

Það er allt á suðupunkti í Skagafirði í dag en spennan er mikil fyrir þriðju viðureign Tindastóls og KR sem hefst kl. 19:15 í kvöld í Síkinu. Staðan í einvíginu er eins og allir vita 1-1 en báðir leikirnir hafa hingað til unnist á útivelli. Talsverð eftirvænting er eftir fréttum af Hesteri og Hannesi en eftir því sem Feykir kemst næst er enn ekki vitað hvort þeir verði með í leiknum í kvöld en báðir stríða við erfið ökklameiðsli.
Meira