Íþróttir

Mikilvægur liðssigur á Grindvíkingum í Síkinu

Tindastóll og Grindavík mættust í Síkinu í gærkvöldi í Dominos-deildinni í körfubolta. Reiknað var með spennandi leik og sú varð raunin en það voru Tindastólsmenn sem voru sprækari og spiluðu ágæta vörn allan leikinn en það var helst Nathan Bullock sem reyndist verulega erfiður viðureignar í liði Grindavíkur. Stólarnir náðu yfirhöndinni undir lok annars leikhluta og héldu forystunni allt til loka. Niðurstaðan góður sigur, 94-82.
Meira

Skákdagurinn er í dag

Skákdagurinn er í dag, 26. janúar, en hann er haldinn á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta Íslenska stórmeistarans. Skákfélag Sauðárkróks þjófstartaði og hóf atskákmót sitt þann 24. þar sem tefldar voru þrjár fyrstu umferðirnar af fimm.
Meira

Sigur og tap hjá Jóni Gísla og félögum í U17

Jón Gísli Eyland, leikmaður Tindastóls, var í byrjunarliði U17 landsliðsins í fótbolta er Ísland lagði Slóvakíu 1-0 í fyrsta leik sínum í Hvíta Rússlandi sl. sunnudag. Hann var aftur á móti á bekknum í gær en þá tapaði Ísland 3-0 gegn Ísrael.
Meira

Góður árangur UMSS á Stórmóti ÍR

18 keppendur frá UMSS tóku þátt í Stórmóti ÍR í frjálsum sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina. Þetta var í 22. sinn sem mótið er haldið en það er fjölmennasta frjálsíþróttamót ársins og hefur undanfarin ár verið vettvangur stórra afreka og mikillar fjöldaþátttöku. Að þessu sinni voru tæplega 700 keppendur skráðir til leiks og komu þeir frá 33 félögum víðsvegar að af landinu auk þess sem 42 keppendur frá Færeyjum tóku þátt í mótinu.
Meira

Stólarnir sóttu tvö stig á Akureyri

Bikarmeistarar Tindastóls héldu til Akureyrar í gær þar sem þeir mættu liði Þórs í fyrsta leik sínum eftir partíið í Laugardalshöllinni. Oft mæta menn til leiks hálf timbraðir eftir stóra sigra eins og í bikar en Stólarnir byrjuðu vel gegn Þórsurum og náðu yfirhöndinni í leiknum. Þrátt fyrir að Akureyringar næðu að velgja Tindastólsmönnum undir uggum í síðari hálfleik þá héldu strákarnir haus og tryggðu sér sigur, 72-77, og eru nú í 2.–4. sæti í Dominos-deildinni eftir leiki gærkvöldsins.
Meira

Bikarinn heim – Myndband

Það var gríðarleg stemning í Síkinu í gærkvöldi þegar bikarmeistarar Tindastóll mættu á svæðið með nýfægðan Maltbikarinn. Stuðningsmenn Stólanna létu sig ekki vanta og troðfylltu áhorfendabekkina og samglöddust strákunum. Það er óhætt að segja að allir voru með á nótunum. Feykir mætti með myndavélina og afraksturinn er hægt að sjá hér fyrir neðan.
Meira

Tindastóll vinnur fyrsta stóra titilinn eftir magnaða frammistöðu gegn KR

Það var þvílík veisla sem Tindastólsmenn buðu upp á í Laugardalshöllinni í dag þegar liðið bar sigurorð af meistaraliði KR og vann þar með fyrsta stóra titilinn í sögu Tindastóls. Allir leikmenn voru uppnumdir af leikgleði, jákvæðni, baráttu og ekki síst samkennd þannig að það hljóta allir sem á leikinn horfðu að hafa smitast af smá krókódílarokki. Lið KR átti aldrei svar, aldrei séns, gegn Stólunum í dag. Tindastóll var yfir frá fyrstu mínútu og unnu að lokum annan stærsta sigurinn í sögu bikarúrslita KKÍ. Lokatölur 69-96.
Meira

Bikarinn heim – Móttaka í íþróttahúsinu í kvöld

Móttaka verður í Síkinu, íþróttahúsinu á Sauðárkróki, klukkan 21 í kvöld þegar bikarmeistarar Tindastóll mætir á svæðið með nýfægðan Maltbikar. Allir stuðningsmenn Stólanna eru hvattir til að mæta og fagna með strákunum sínum fyrsta stóra titli. ÁFRAM TINDASTÓLL!
Meira

Tindastóll bikarmeistarar

TIL HAMINGJU TINDASTÓLL
Meira

Hátterni í algjörri andstöðu við gildi ungmennafélagshreyfingarinnar

Margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. „Þetta eru hræðilegar sögur, frásagnir af hátterni sem á ekki að líðast og eru í algjörri andstöðu við þau gildi sem ungmennafélagshreyfingin stendur fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá UMFÍ.
Meira