Ísak Óli í 2. sæti í fjölþrautum um helgina
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
13.02.2018
kl. 08.24
Meistaramót Íslands í fjölþrautum frjálsíþrótta fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 10.-11. febrúar. Keppt var í sjöþraut karla og fimmtarþraut kvenna, einnig í fjölþrautum í yngri flokkum pilta og stúlkna. Ísak Óli Traustason UMSS var á meðal keppenda og átti gott mót. Á heimasíðu Tindastóls segir að Ísak Óli hafi staðið sig frábærlega, hlaut 5214 stig, bætti sinn fyrri árangur í sjöþraut um 285 stig, og varð í 2. sæti eftir æsispennandi keppni við Inga Rúnar Kristinsson Breiðabliki, sem hlaut 5294 stig.
Meira