Íþróttir

Ísak Óli í 2. sæti í fjölþrautum um helgina

Meistaramót Íslands í fjölþrautum frjálsíþrótta fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 10.-11. febrúar. Keppt var í sjöþraut karla og fimmtarþraut kvenna, einnig í fjölþrautum í yngri flokkum pilta og stúlkna. Ísak Óli Traustason UMSS var á meðal keppenda og átti gott mót. Á heimasíðu Tindastóls segir að Ísak Óli hafi staðið sig frábærlega, hlaut 5214 stig, bætti sinn fyrri árangur í sjöþraut um 285 stig, og varð í 2. sæti eftir æsispennandi keppni við Inga Rúnar Kristinsson Breiðabliki, sem hlaut 5294 stig.
Meira

Pétur frábær í klikkuðum körfuboltaleik í Síkinu

Tindastóll og Keflavík mættust í stórskemmtilegum og undarlega sveiflukenndum leik í Síkinu í kvöld. Stólarnir spiluðu á löngum köflum hreint frábærlega en Keflvíkingar sýndu úr hverju þeir eru gerðir og náðu ótrúlegum köflum þar sem þeir átu upp forskot Stólanna á örskotsstundu. Leikmenn Tindastóls héldu þó út og fögnuðu góðum sigri að lokum í leik þar sem Pétur og Hester fóru á kostum. Lokatölur 101–93.
Meira

Tindastóll - Keflavík í kvöld

Spennan er allsráðandi á toppi Domino´s deildar karla en fjórir leikir fara fram í kvöld. Tindastóll tekur á móti Keflavík, Stjarnan á móti Val, Þór A mætir Njarðvík syðra og Haukar heimsækja Hött á Egilsstöðum. KR og Keflavík mætast á morgun en í gærkvöldi sigraði Þór Þorlákshöfn topplið ÍR með tveggja stiga mun 70 – 68 í Hertz Hellinum í Seljaskóla.
Meira

Þóranna setti nýtt skagfirskt met

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir í UMSS náði frábærum árangri á Reykjavíkurleikunum 2018 sem háðir voru í Laugardalshöllinni laugardaginn 3. febrúar. Leikarnir eru árlegt boðsmót þar sem flest af besta frjálsíþróttafólki landsins keppti auk erlendra gesta frá mörgum löndum. Þrír Skagfirðingar kepptu á mótinu og stóðu sig með sóma.
Meira

Haukarnir höfðu betur í Hafnarfirði

Tindastólsmenn héldu suður í Hafnarfjörðinn í gær þar sem liðið spilaði við Hauka. Stólarnir voru vel inni í leiknum fram yfir miðjan þriðja leikhluta en þá kom átta mínútna kafli þar sem liðið gerði aðeins fjögur stig á meðan heimamenn röðuðu niður körfum eins og enginn væri morgundagurinn og náðu mest 24 stiga forystu. Stólarnir klóruðu lítillega í bakkann áður en leiktíminn rann út en lokastaðan var 91-73.
Meira

María Finnbogadóttir á HM unglinga

María Finnbogadóttir, frá skíðadeild Tindastóls er þátttakandi á HM unglinga í Alpagreinum sem fram fer þessa dagana í Davos í Sviss. Á þriðjudaginn keppti hún í stórsvigi kvenna þar sem hún stóð sig með ágætum og hafnaði í 56. sæti af 102 keppendum. Í gær keppti María svo í svigi en þar átti hún það sameiginlegt með fjölda annarra þátttakenda að ljúka ekki fyrri ferð
Meira

Konni ráðinn þjálfari yngri flokka sem og í akademíuna

Konráð Freyr Sigurðsson hefur verið ráðinn í fullt starf með yngri flokka og unglingaakademíu knattspyrnudeildar Tindastóls frá og með morgundeginum, 1. febrúar. Áheimasíðu Tindastóls segir að Konráð, eða Konni eins og hann er kallaður, hafi lokið fyrstu þremur stigunum í menntunarkerfi KSÍ og stefnir á að mennta sig meira í þjálfunarfræðum á næstunni.
Meira

Krista Sól á skotskónum hjá Stólunum

Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli tekur þátt í Faxaflóamótinu sem fram fer syðra og náði liðið sigri í sínum öðrum leik á mótinu sl. laugardag gegn Gróttu á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi 3-0. Hin unga og efnilega knattspyrnukona, Krista Sól Nielsen, var aldeilis á skotskónum og skoraði fyrstu tvö mörkin. Það fyrra á 26. mínútu og það síðara á 49. mínútu.
Meira

Blandaðar bardagalistir hjá júdódeild Tindastóls

Síðasta haust ýtti júdódeild Tindastóls úr vör námskeiði í blönduðum bardagalistum, sem samanstóð af æfingum í jujitsu, kickboxi og boxi. Vegna góðrar aðsóknar og áhugasamra þjálfara var ákveðið að bjóða aftur upp á þetta námskeið á vorönn.
Meira

Chris Davenport kominn í raðir Stólanna

Eins og kunnugt er hefur samstarfi körfuknattleiksdeildar Tindastóls og Brandon Garrett verið hætt og var hann því ekki með í sigurleik liðsins á móti Grindavík í gær. Í hans stað kemur annar Bandaríkjamaður, Chris Davenport að nafni.
Meira