Íþróttir

Takk fyrir geggjað tímabil Tindastólsmenn!

Tindastóll og KR mættust í fjórða leiknum í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld í DHL-höllinni í Vesturbænum. Stólarnir þurftu nauðsynlega að vinna til að halda í drauminn en KR dugði sigur í kvöld. Sú varð raunin; lið KR var betra liðið og sigraði af talsverðu öryggi þrátt fyrir að Tindastólsmenn hafi aldrei gefist upp. Lokatölur voru 89-73 og óskum við KR til hamingju með fimmta titilinn í röð.
Meira

KR marði sigur í geggjuðum körfuboltaleik

Tindastóll og KR buðu upp á naglbít fyrir troðfullu Síkinu í kvöld í leik sem bauð upp á flest það sem áhorfendur vildu sjá – nema auðvitað vitlaus úrslit því það voru gestirnir úr Vesturbænum sem fóru með sigur af hólmi eftir glæsilega/hörmulega flautukörfu frá Brynjari Þór af öllum mönnum. Já, Guðirnir eru ekki alltaf í stuði. KR-ingar virtust hafa tryggt sér sigur með frábærum kafla seint í leiknum en Stólarnir kröfsuðu sig inn í leikinn í blálokin og besti maður vallarins, Pétur Birgis, jafnaði með þristi þegar 26 sekúndur voru eftir. En Brynjar átti síðasta orðið og KR er nú með 2-1 forystu í einvígi liðanna. Lokatölur leiksins voru 75-77.
Meira

Þriðji leikur Tindastóls og KR er að bresta á

Það er allt á suðupunkti í Skagafirði í dag en spennan er mikil fyrir þriðju viðureign Tindastóls og KR sem hefst kl. 19:15 í kvöld í Síkinu. Staðan í einvíginu er eins og allir vita 1-1 en báðir leikirnir hafa hingað til unnist á útivelli. Talsverð eftirvænting er eftir fréttum af Hesteri og Hannesi en eftir því sem Feykir kemst næst er enn ekki vitað hvort þeir verði með í leiknum í kvöld en báðir stríða við erfið ökklameiðsli.
Meira

Æfingabúðir í Júdó á Blönduósi

Júdófélagið Pardus á Blönduósi stóð fyrir æfingabúðum í júdó um helgina þar sem iðkendur frá júdódeildum Tindastóls og UMF Selfoss komu í heimsókn. Um fimmtíu júdóiðkendur og þjálfarar tóku þátt í æfingabúðunum, sem voru sambland af júdóæfingum og afþreyingu utan æfingatíma. Á heimasíðu Tindastóls segir að helgin hjá iðkendum félagsins hafi byrjað rétt eftir hádegi á laugardaginn með rútuferð á Blönduós.
Meira

Eru ekki allir í stuði!?

Var einhver Skagfirðingur ekki stoltur af Stólunum í kvöld? Tindastólsmenn geystust í DHL-höll Íslandsmeistara KR, eftir hörmulegt tap í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn, og buðu heimamönnum upp á baráttu um hvern einasta fersentimetra í húsinu. Og það var bara annað liðið til í slaginn. Stólarnir náðu upp sömu mögnuðu stemningunni og í bikarúrslitunum fyrr í vetur og það þrátt fyrir að Hester væri ekki með sökum meiðsla. KR gafst í raun upp í byrjun síðari hálfleiks og máttu þola tap gegn Stólunum. Lokatölur 70-98.
Meira

Tveir skrifa undir í fótboltanum hjá Stólum

Það er ekki bara körfubolti sem leikinn er á Króknum því knattspyrnudeild Tindastóls bíður í ofvæni eftir sumrinu og komu tveir nýir leikmenn í liðið í gær er þeir skrifuðu undir félagaskipti. Stólarnir leika í 2. deild ásamt ellefu öðrum liðum og er fyrsti leikur þeirra gegn Gróttu, laugardaginn 5. maí klukkan 14:00 á Vivaldivellinum.
Meira

Því miður sýndu meistararnir meistaratakta í Síkinu

KR kom, sá og sigraði örugglega í Síkinu í kvöld þegar þeir mættu einbeittir til leiks og sýndu lemstruðum Tindastólsmönnum hvar Davíð keypti ölið. Þeir nýttu sér hvern einasta dropa af reynslutanknum og eftir hressilegar upphafsmínútur skelltu þeir í lás í vörninni og Stólarnir fundu ekki neistann né taktinn í troðfullu Síki þar sem forseti Íslands, hr. Guðni Jóhannesson, var á meðal áhorfenda. Lokatölur voru 54-75 fyrir KR og ljóst að meistararnir eru spólg***ir.
Meira

Það ætla bókstaflega allir að mæta í Síkið

Var einhver búinn að gleyma því að það er leikur í kvöld? Sennilega ekki en þó er rétt að minna á að fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi Tindastóls og KR um Íslandsmeistaratitilinn í körfu verður í Síkinu í kvöld og hefst kl. 19:15 stundvíslega. Ekki er laust við að það örli á smá eftirvæntingu í Skagafirði og gera flestir spekingar ráð fyrir að úr verði hörku einvígi. Er talað um einvígi „reynslu á móti greddu“ og þá eru það víst Stólarnir sem eru í hlutverki hinna síðarnefndu.
Meira

Kjördæmismót í Skólaskák og sumarfrí

Reglulegu vetrarstarfi Skákfélags Sauðárkróks lauk síðasta vetrardag með atskákmóti. Tefldar voru fimm umferðir með 15 mínútna umhugsunartíma og voru þátttakendur sex talsins. Efstur varð Jón Arnljótsson með fjóra vinninga. Þrjá vinninga hlutu þeir Pálmi Sighvatsson, Hörður Ingimarsson og Örn Þórarinsson. Guðmundur Gunnarsson hlaut tvo vinninga en Pétur Bjarnason var án vinnings.
Meira

Silfur og brons á Íslandsmóti í Júdó

Íslandsmót yngri flokka í Júdó var haldið í Reykjavík sl. laugardag. Tindastóll átti þrjá fulltrúa sem komu heim með eitt brons og eitt silfur. Mótið var haldið í aðstöðu Ármanns í Laugardal og voru 111 keppendur skráðir til leiks frá níu júdófélögum, tveimur af Norðurlandi, þremur af Suðurnesjum, einu af Suðurlandi og þremur af höfuðborgarsvæðinu.
Meira