Íþróttir

Þriðja umferð Íslandsmótsins í rallakstri

Það var heldur napurt á laugardagsmorguninn þegar sautján áhafnir mættu til leiks í þriðju keppni Íslandsmótsins í rallakstri. Keppnin fór fram í Skagafirði. Eknar voru fjórar sérleiðir um Mælifellsdal og tvær um Vesturdal. Nánari upplýsingar um áhafnir og sérleiðir má fá á vefsíðu Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur sem annaðist keppnishaldið að þessu sinni: www.bikr.is
Meira

Tindastóll semur við Antanas Udras

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Litháann Antanas Udras um að leika með liðinu næsta vetur. Samkvæmt heimildum Feykis getur Udras bæði spilað miðherja og framherja og hefur mikla reynslu frá Litháen en tvö seinustu tímabil hefur hann leikið með BC Siauliai í LKL deildinni (efsta deild) í Litháen en það er sama lið og Elvar Friðriksson samdi við á dögunum.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar á eldi í Húnaþingi

Eftir rólega byrjun í 4. deildinni í sumar hefur lið Húnvetninga, Kormákur/Hvöt, gert gott mót að undanförnu og unnið fjóra leiki í röð og sitja nú á toppi B-riðils. Um helgina léku strákarnir á Hvammstangavelli við sunnlendingana í KFR sem voru fyrir leikinn í öðru sæti riðilsins, sæti ofar en K/H. Það var því ekki ónýtt að leggja gestina að velli en lokatölur voru 2-1.
Meira

Sveitir GSS stóðu sig vel á Íslandsmóti golfklúbba

Um helgina fór fram keppni í karla- og kvennaflokki í Íslandsmóti golfklúbba. Sveitir GSS stóðu sig mjög vel í keppni við sterkar sveitir. Kvennasveitin varð í 6. sæti í efstu deild og karlasveitin í 6. sæti í annarri deild. Til að setja árangurinn í samhengi þá er rétt að geta þess að golf er næst vinsælasta íþrótt landsins meðal fullorðinna. Tugir þúsunda eru skráðir í golfklúbba og bestu einstaklingar hvers klúbbs keppa að jafnaði fyrir hönd hans á Íslandsmótinu.
Meira

Stólarnir stálu stigi á Kópavogsvelli

57 áhorfendur sáu lið Tindastóls stela nettu stigi þegar strákarnir gerðu 3-3 jafntefli gegn liði Augnabliks í 3. deildinni í dag. Kópavogspiltarnir voru lengstum betra liðið en Stólarnir sýndu hörku karakter og neituðu að lúta í gras og uppskáru jöfnunarmark í uppbótartíma. Stig sem gæti reynst dýrmætt þegar talið verður upp úr kössunum í haust – eða þannig.
Meira

Sauðárkróksrallý um helgina

Þriðja umferð Íslandsmótsins í rallakstri fer fram í Skagafirði um næstu helgi eða laugardaginn 25. júlí. Keppendur verða ræstir frá Skagfirðingabúð á Sauðárkróki kl. 8 og munu koma í endamark um kl. 16:45 við stjórnstöð keppninnar sem verður við N1 á Sauðákróki. Eknar verða sérleiðir um Mælifellsdal og Vesturdal og verða því vegir lokaðir fyrir almennri umferð þennan dag svo sem hér segir:
Meira

Þrenna frá Luke Rae tryggði þrjú stig

Karlalið Tindastóls mætti Elliða á Króknum í kvöld en þeir eru nokkurs konar b-lið Fylkis. Stólarnir fengur fljúgandi start en Luke Rae skilaði þrennu í hús á fyrsta hálftímanum. Leikurinn var þó jafn og spennandi en 3-1 sigur var þó sanngjarn þegar upp var staðið en lið Tindastóls fékk fín færi til að gulltryggja sigurinn í síðari hálfleik.
Meira

Murielle og María Dögg með þrennur

Tindastólsstúlkur tóku á móti liði Fjölnis úr Grafarvogi á KS-teppinu á Króknum í gærkvöldi. Yfirburðir heimastúlknanna voru miklir í leiknum, þær fengu mýgrút af færum og nýttu sjö þeirra en Murielle Tiernan og María Dögg Jóhannesdóttir gerðu báðar hat-trick. Með sigrinum fóru Stólastúlkur á topp Lengjudeildarinnar, eru með 16 stig eftir sex leiki en lið Keflavíkur á leik inni.
Meira

Aðalfundur júdódeildar Tindastóls

Júdódeild Tindastóls boðar til aðalfundar miðvikudaginn 22. júlí kl. 19:00 í matsal FNV. Allir velkomnir.
Meira

Jafnt í norðanrokinu í Þorlákshöfn

Tindastólspiltar renndu í Þorlákshöfn í dag og léku við lið Ægis á Þorlákshafnarvelli í norðanroki sem hafði mikil áhrif á spilamennsku liðanna. Niðurstaðan varð sú að liðin deildu stigunum, heimamenn komust yfir í fyrri hálfleik en Tanner Sica gerði mark Stólanna í síðari hálfleik og lokatölurnar 1-1 en litlu mátti muna að Tindastólsmenn næðu sigurmarki í blálokin.
Meira