Íþróttir

Þrjú stig sótt á Seltjarnarnesið

Stólastúlkur spiluðu á rennblautu Seltjarnarnesinu í gær þar sem þær mættu liði Gróttu sem var fyrir leik í fjórða sæti Lengjudeildarinnar, höfðu ekki tapað leik frekar en lið Tindastóls sem var í öðru sæti. Það var því sterkt hjá liði Tindastóls að sækja sigur á Vivaldi-völlinn og koma sér enn betur fyrir í öðru af toppsætum deildarinnar. Lokatölur voru 0-2.
Meira

Símamótið 2020

Um helgina fór Símamótið fram í Smáranum í Kópavogi. Má segja að það sé Íslandsmót stúlkna í fótbolta í 5., 6. og 7. flokki þar sem þetta er stærsta fótboltamót landsins. Keppendur voru um 2.400 í 370 liðum og hafa aldrei verið fleiri. Miklar breytingar voru gerðar á mótahaldi vegna COVID og í raun má segja að um þrjú aðskilin mót hafi verið að ræða. Flokkarnir voru hver á sér svæði og lítill sem enginn samgangur á milli þeirra svæða. Fjöldi áhorfenda var takmarkaður og aðgengi fullorðinna annarra en þjálfara og liðsstjóra var enginn inn á aðra viðburði mótsins. Þótti mótið takast vel og var ekki annað að sjá en að stúlkurnar fengju að njóta sín á vellinum.
Meira

Ísak Óli Traustason íþróttamaður Tindastóls 2019

Fyrr á árinu var íþróttamaður Tindastóls kosinn fyrir árið 2019 og að þessu sinni varð það Ísak Óli Traustason, frjálsíþróttamaður, sem varð fyrir valinu. Í tilkynningu frá Tindastóli segir að Ísak Óli hafi átt gott ár í frjálsum á síðasta ári og því vel að þessum titli kominn. Jafnframt hlaut Ísak Óli titilinn Íþróttamaður Skagafjarðar og Frjálsíþróttamaður Tindastóls árið 2019. Er hann því með þrennu eftir síðasta ár.
Meira

Góður sigur Stólanna í geggjuðum leik

Það var boðið upp á úrvals skemmtun og háspennuleik á Sauðárkróksvelli í gær þegar lið Tindastóls og Sindra mættust á teppinu. Stólarnir byrjuðu leikinn vel og komust í 2-0 snemma en gestirnir minnkuðu muninn fyrir hlé. Þeir komust síðan yfir en lið Tindastóls girti sig í brók, skipti um gír og snéri leiknum sér í vil áður en yfir lauk. Niðurstaðan því mikilvægur 4-3 sigur og liðið er í þriðja sæti 3. deildar þegar fimm umferðum er lokið.
Meira

Systkinin Anna Karen og Arnar Geir klúbbmeistarar GSS

Meistaramót Golfklúbbs Skagafjarðar fór fram á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki dagana 8. - 11. júlí í góðu veðri. Þátttaka var góð og var keppt í sjö flokkum. Klúbbmeistarar GSS árið 2020 eru systkinin Arnar Geir Hjartarson og Anna Karen Hjartardóttir.
Meira

Leikur tveggja ólíkra hálfleikja þegar Stólastúlkur misstigu sig í Mjólkurbikarnum

Tindastólsstúlkur féllu úr leik í Mjólkurbikarnum í gærkvöldi eftir hörkuleik við Pepsi Max-deildar lið KR á Meistaravöllum. Stólastúlkur voru 0-1 yfir í hálfleik eftir að hafa fengið fjölmörg góð færi en lið KR refsaði grimmilega í síðari hálfleik, gerðu þá fjögur mörk á 18 mínútna kafla.
Meira

Atli orðinn markahæstur HK-manna í efstu deild

Atli Arnarson hefur verið á skotskónum, eða kannski helst vítaspyrnuskónum, það sem af er tímabilinu í Pepsi Max deild karla. Atli er Króksari, sonur Möggu Aðalsteins og Ödda læknis Ragnarssonar og því alinn upp með Tindastólsmerkið á brjóstinu. Atli skoraði í vikunni tvö mörk fyrir lið sitt HK gegn ÍA á Skipaskaga og varð þar með markahæsti leikmaður HK í efstu deild, frá upphafi, með átta mörk.
Meira

„Við erum að spila mjög vel sem lið“

Feykir hafði samband við Jamie McDonough þjálfara karlaliðs Tindastóls þegar fjórum umferðum er lokið í 3. deildinni. Lið Tindastóls er í efri hluta deildarinnar með sjö stig eftir tvo sigurleiki, eitt jafntefli og eitt tap. Hann var fyrst spurður um leikinn gegn Álftanesi. „Við áttum aftur frábæran leik ... í 60-70 mínútur. Við stjórnuðum leiknum, vorum 70% með boltann og sköpuðum okkur ágæt færi. En líkt og í leikjunum gegn liðum Hugins/Hattar og Vængjum Júpíters þá verðum við að klára leikina þegar við höfum svona yfirburði,“ segir Jamie.
Meira

Tindastólsstúlkur mæta KR í Mjólkurbikarnum í kvöld

„Leikurinn leggst vel í okkur. Þetta verður auðvitað svona dæmigerður leikur það sem nákvæmlega allt er að vinna og akkúrat engu að tapa,“ segir Jón Stefán Jónsson, annar þjálfara kvennaliðs Tindastóls, í spjalli við Feyki. Leikurinn umræddi er í Mjólkurbikarnum en Tindastólsstúlkur brenna suður í borgina í dag og leika við lið KR á Meistaravöllum Vesturbæinga. Leikurinn hefst kl. 19:15 og allt ólseigt Tindastólsfólk er hvatt til að mæta á völlinn og styðja stelpurnar okkar.
Meira

Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi frestað um ár

Framkvæmdanefnd Unglingalandsmóts UMFÍ hefur ákveðið að fresta Unglingalandsmóti UMFÍ, sem fyrirhugað var að halda á Selfossi nú um verslunarmannahelgina, um ár. Ákvörðunin var tekin í samráði við almannavarnir og sóttvarnarlækni en skipulag mótsins er flókin og ljóst að erfitt yrði að tryggja öryggi gesta á mótinu.
Meira