Íþróttir

Lið Kormáks/Hvatar nálgast úrslitakeppni 4. deildar

Lið Kormáks/Hvatar styrkti stöðu sína í B-riðli 4. deildar á miðvikudagskvöldið þegar þeir sóttu lið Álafoss heim á Tungubakkavöll í Mosfellsbæ. Þegar upp var staðið höfðu Húnvetningarnir gert sex mörk en heimamenn náðu ekki koma boltanum í netið – nema reyndar einu sinni í vitlaust mark. Lokatölur því 0-6 og lið Kormáks/Hvatar í öðru sæti riðilsins, stigi á eftir KFR en eiga leik til góða.
Meira

Stólastúlkur geta styrkt sig á toppi Lengjudeildar í kvöld

Kvennalið Tindastóls getur komið sér vel fyrir á toppi Lengjudeildarinnar í kvöld er stelpurnar mæta liði Víkings úr Reykjavík á KS vellinum á Sauðárkróki kl. 19:15. Tveimur aðalkeppinautum Stólanna, Keflavík og Gróttu, mistókst að krækja sér í fullt hús í leikjum þeirra í gær. Leikurinn verður sýndur á Tindastóll TV.
Meira

Annað tap Tindastóls á fjórum dögum

Tindastóll og KV mættust á Króknum í gærkvöldi í 3. deild karla í knattspyrnu. Eftir slæman skell um helgina gegn Vængjum Júpíters voru Tindastólsmenn ákveðnir að rétta úr kútnum en það fór því miður á annan veg. Gestirnir náðu snemma forystunni og þegar Atli Dagur, markvörður Stólanna, fékk að líta rauða spjaldið um miðjan fyrri hálfleik var ljóst að það yrði á brattann að sækja. Þrátt fyrir fína frammistöðu Tindastólsmanna við erfiðar aðstæður þá voru það gestirnir úr Vesturbænum sem hirtu stigin þrjú með 0-2 sigri.
Meira

Fjögur ný Íslandsmet sett um helgina í Norrænu trapi

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramótið í Norrænu trapi á nýjum NT velli Skotfélagsins Markviss á Blönduósi. Fram kemur á Facebooksíðu skotfélagsins að veður hafi verið með eindæmum gott og var skotið við bestu mögulegu aðstæður þar sem sól og logn var nær alla helgina. Alls mættu 16 keppendur til leiks frá fimm félögum, Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar (SIH), Skotfélaginu Markviss Blönduósi (MAV), Skotfélagi Húsavíkur (SKH), Skotfélagi Reykjavíkur (SR) og Skotfélagi Ólafsfjarðar (SKÓ).
Meira

Frábær liðssigur Stólastúlkna í toppslagnum í Keflavík

Lið Tindastóls gerði sér lítið fyrir í dag og vann sanngjarnan sigur á liði Keflavíkur suður með sjó í flottum fótboltaleik. Fyrir leikinn voru Keflvíkingar á toppi deildarinnar en liðin höfðu sætaskipti að leik loknum. Mur reyndist heimastúlkum erfið en hún gerði þrennu í leiknum en engu að síður var þetta sigur liðsheildarinnar því allar stelpurnar áttu frábæran dag, gáfu allt í leikinn og uppskáru eftir því. Lokatölur 1-3 fyrir Tindastól.
Meira

Ein ferna og tveir þristar á Blönduósvelli

Meira

Vængir Júpíters flugu hátt á Króknum

Tindastóll fékk illa á baukinn í dag þegar Vængir Júpíters úr Grafarvoginum mætti á Krókinn í 10. umferð 3. deildar. Stólarnir unnu fyrri leik liðanna í sumar en nú gekk fátt upp og gestirnir gengu á lagið, hefðu hæglega getað gert tíu mörk en Atli Dagur átti nokkrar magnaðar vörslur í leiknum. Lokatölur 1-5 og úrslitin mikil vonbrigði fyrir Tindastólsliðið sem hefur verið að berjast á toppi deildarinnar í sumar.
Meira

„Ég mun aldrei aftur kvarta yfir því að þurfa að fara í tveggja tíma ferð í útileik“

Fjórir breskir leikmenn eru á mála hjá karlaliði Tindastóls sem tekur þátt í 3. deildinni í sumar. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Michael Ford sem hefur átt fína leiki í vörninni og skoraði sitt fyrsta mark skömmu fyrir Covid-truflun 2. Hann segist alla jafna spila á miðjunni en hefur í gegnum stuttan feril einnig leyst flestar stöður í vörn.
Meira

Að vera í Tindastólsliðinu er að vera hluti af fjölskyldu

Í markinu hjá Stólastúlkum í sumar stendur Amber Michel, 23 ára bandarísk stúlka frá San Diego í Kaliforníuhreppi þar sem foreldrar hennar búa ásamt bróðir hennar. Hún lauk bakkalárgráðu í viðskipta markaðssetningu í vetur við háskólann í San Diego. Amber er sannkallaður herforingi fyrir aftan vörn Tindastóls, lætur vel í sér heyra og er áræðin og kraftmikil. Hún er ein af þremur bandarískum stúlkum sem styrkja lið Tindastóls, hinar eru Murielle Tiernan og Jackie Altschuld, en þær komu til landsins í maí.
Meira

Norðurlands Jakinn um helgina

Norðurlands Jakinn, aflraunakeppni sterkustu manna landsins, fer fram á Norðurlandi um næstu helgi, dagana 22. og 23. ágúst. Keppt verður í sex greinum í nokkrum bæjarfélögum á Norðurlandi, m.a. á Hvammstanga og Skagaströnd. Aðgangur er ókeypis og er almenningur hvattur til að mæta og sjá sterkustu menn landsins sýna krafta sína.
Meira