Íþróttir

Tindastólsstrákarnir tóku stigin á Álftanesi

Lið Tindastóls og Álftaness mættust á Bessastaðavelli í fjórðu umferð 3. deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Eftir hálf dapurlegt tap gegn liði KFG á sunnudag þurftu strákarnnir að sýna hvar Davíð keypti ölið og það gerðu þeir. Tóku stigin þrjú sem í boði voru með sér norður eftir 1-2 sigur.
Meira

Góður árangur á Meistaramóti

Meistaramót Íslands fyrir 11-14 ára fór fram á Sauðárkróksvelli um síðustu helgi. Um 230 krakkar voru skráðir til leiks frá 17 félögum víðsvegar um landið. Þar af voru 22 ungmenni frá ungmennasamböndunum á Norðvesturlandi.
Meira

Hugrún afgreiddi Augnablik

Tindastóll og Augnablik úr Kópavogi mættust á Króknum í kvöld í Lengjudeild kvenna. Stólastúlkur hafa farið vel af stað í deildinni og deildu toppsætinu með liði Keflavíkur fyrir leikinn og gera enn að leik loknum því Tindastóll sigraði 1-0 með marki sem Hugrún Páls gerði um miðjan fyrri hálfleik. Lið heimastúlkna skapaði sér fleiri góð færi í leiknum en andstæðingarnir og verðskulduðu því sigurinn.
Meira

Héraðsmót USAH

Héraðsmót Ungmennasambands Austur-Húnvetninga verður haldið á Blönduósvelli í dag og næsta þriðjudag, 14. júlí, og hefst klukkan 18:00 báða dagana. Mótið er jafnframt minningarmót um Þorleif Arason sem lést 11. nóvember 1991. Mótið er fyrir 10 ára og eldri og þurfa þátttakendur að vera skráðir í aðildarfélög USAH. Flokkaskipting er eftirfarandi: 10-11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára 16-19 ára og 20 ára og eldri.
Meira

Fyrsti sigur Kormáks/Hvatar í höfn

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar vann fyrsta sigur sinn í 4. deildinni þetta sumarið þegar þeir sóttu þrjú stig á Stykkishólmsvöll í gærkvöldi. Lokatölur voru 0-7 en gestirnir voru þremur mörkum yfir í hléi.
Meira

Kvennamót GSS 2020

Kvennamót GSS fór fram í sólinni á Hlíðarendavelli laugardaginn 4. júlí, sautjánda árið í röð. Kylfingar glímdu við vind úr ýmsum áttum en skarðagolan var þó áberandi. Völlurinn skartaði sínu fegursta, blómum skreyttur og snyrtilegur í alla staði. Um 50 konur, víðs vegar að, mættu til leiks og heppnaðist mótið vel. Sigurvegari í ár var Dagbjört Rós Hermundóttir GSS.
Meira

Garðbæingar unnu sanngjarnan sigur

Lið Tindastóls og KFG mættust á Sauðárkróksvelli í gærkvöldi. Reiknað var með hörkuleik en þegar til kom þá voru gestirnir einfaldlega sterkari og lið Tindastóls náði í raun aldrei neinum takti í leik sinn. Stólarnir voru þó yfir í hálfleik, 1-0, en Garðbæingar gerðu þrjú mörk með góðum varnarafslætti áður en yfir lauk og héldu því suður með stigin þrjú. Lokatölur 1-3.
Meira

Meistaramót Golfklúbbsins Óss á Blönduósi

Golfklúbburinn Ós Blönduósi hélt meistaramót sitt dagana 3. og 4. júlí á Vatnahverfisvelli í ágætis veðri. Sigurvegari í meistaraflokki karla á 170 höggum var Eyþór Franzon Wechner, í öðru sæti á 175 höggum var Jón Jóhannsson og Valgeir M. Valgeirsson í þriðja sæti á 186 höggum. Birna Sigfúsdóttir sigraði í meistaraflokki kvenna á 205 höggum og í öðru sæti var Jóhanna G. Jónasdóttir á 230 höggum.
Meira

Ágústa og Ingvar sigruðu Drangeyjarmótið

Í gær fór Drangeyjarmótið í götuhjólreiðum fram í Skagafirði en þetta var annað bikarmót ársins. Hjólreiðafélagið Drangey í Skagafirði og Hjólreiðasamband Íslands sáu um framkvæmd mótsins. Það voru Ingvar Ómars­son og Ágústa Edda Björns­dótt­ir sem urðu hlut­skörp­ust í aðalkeppninni sem er 124 kílómetra hringur í Skagafirði en líkt og í fyrra endaði leiðin á löngu klifri upp á skíðasvæði Tinda­stóls.
Meira

Team Rynkeby á ferð um Skagafjörð í dag

Team Rynkeby á Íslandi mun hjóla 850 km í kringum landið á tímabilinu 4.-11.júlí til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, SKB. Hópurinn mun hjóla fal­leg­ar hjóla­leiðir í öllum landshlutum. Team Rynkeby er stærsta evrópska góðgerðarverkefnið þar sem þátttakendur hjóla á hverju ári 1200 km leið frá Danmörku til Parísar til styrktar langveikum börnum og fjölskyldum þeirra. Vegna Covid faraldursins hefur keppninni í ár verið frestað og ákveðið hefur verið að hjóla þess í stað innanlands.
Meira