Íþróttir

Körfuboltabúðum Tindastóls aflýst

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur ákveðið að höfðu samráði við aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra að aflýsa Körfuboltabúðum Tindastóls sem halda átti dagana 11.-16. ágúst. Uppselt var í búðirnar strax í byrjun júní. Áætlað er að taka upp þráðinn að ári og hressir körfuboltakrakkar mæti þá á Krókinn í ágúst 2021.
Meira

Sterkur sigur toppliðs Kormáks/Hvatar á einu af toppliðum B-riðils

Keppni í B-riðli 4. deildar í knattspyrnu er æsispennandi en rétt áður en COVID-frestun skall á í síðustu viku þá áttust lið Kormáks/Hvatar og SR við á Blönduósvelli. Fyrir leikinn voru Húnvetningarnir í efsta sæti riðilsins með 13 stig en SR, sem er b-lið Þróttara í Reykjavík, var í öðru sæti með 12 stig. Það var því mikið undir en heimamenn poppuðu upp með stigin þrjú eftir hörkuleik.
Meira

Glaðbeittir drengir á Goðamóti

64. Goðamót í 6. flokki karla í knattspyrnu fór fram helgina 25. - 26. júlí í Boganum á Akureyri. Að þessu sinni tóku þátt um tæplega 100 lið og fór hluti leikjanna fram utandyra að þessu sinni en er það í fyrsta sinn sem það er gert. Bæði Tindastóll og Kormákur/Hvöt sendu frá sér tvö lið.
Meira

50 ára afmælisrit Golfklúbbs Skagafjarðar

Golfklúbbur Skagafjarðar (GSS) hefur starfað frá árinu 1970 og verður því 50 ára á árinu 2020. GSS gegnir mikilvægu hlutverki í Sveitarfélaginu Skagafirði. Í fyrsta lagi fer fram öflugt barna- og unglingastarf í klúbbnum sumar sem vetur, í öðru lagi hentar golf sem áhugamál, félagsskapur og heilsubót fyrir fólk á öllum aldri og síðast en ekki síst er golf hluti af ferðamennsku og golfarar heimsækja Skagafjörð gagngert til þess að spila golf.
Meira

Króksmóti aflýst

Króksmóti, knattspyrnumóti drengja í 6. og 7. flokki sem fara átti fram 7. – 9. ágúst hefur verið aflýst vegna nýrra samkomutakmarkana. Í tilkynningu frá unglingaráði knattspyrnudeildar Tindastóls segir:“ Í ljósi nýrra samkomutakmarkana sem miða við 100 manns þá verðum við því miður að aflýsa Króksmótinu í ár....Við þökkum fyrir góðar viðtökur og óskum ykkur velfarnaðar. Sjáumst á næsta ári.“
Meira

Hertar reglur í golfi og frestun Opna Steinullarmótsins

Golfklúbbur Skagafjarðar hefur sent frá sér tilkynningu vegna hertari aðgerða yfirvalda vegna COVID-19.
Meira

Shawn Glover á Krókinn

Körfuboltadeild Tindastóls hefur bundið endahnútinn á leikmannakaupin hjá karlaliðinu fyrir næsta tímabil en í dag var staðfest að Bandaríkjamaðurinn Shawn Glover kæmi til liðsins. Að sögn Baldurs Þórs Ragnarssonar, þjálfara, er Glover kraftframherji sem spilað hefur á Spáni, Danmörku, Ísrael og Úrugvæ
Meira

Fyrsta tap sumarsins staðreynd á Ásvöllum

Lið Tindastóls og Hauka áttust við í 7. umferð Lengjudeildar kvenna á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöldi. Stólastúlkur sátu á toppnum fyrir umferðina en þær náðu aldrei vopnum sínum í leiknum og vinnusamar heimastúlkur gerðu eitt mark í hvorum hálfleik og unnu leikinn því 2-0. Sem var auðvitað hundfúlt þó ekki nema vegna þess að leikurinn var í beinni á Stöð2Sport og alveg örugglega fyrsti knattspyrnuleikurinn sem sýndur er með Tindastól í beinni á einni af stóru sjónvarpsstöðvunum.
Meira

Dominique Toussaint er nýr leikmaður Stólastúlkna í körfunni

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá ráðningu á bandarískum leikmanni fyrir kvennalið Stólanna. Hún heitir Dominique Toussaint og er 22 ára, 175sm á hæð, alhliða leikmaður sem getur leyst allar stöður á vellinum að sögn Árna Eggerts Harðarsonar þjálfara.
Meira

„Margir flottir og krefjandi leikir framundan“

Nú þegar Kormákur/Hvöt situr á toppi B-riðils í 4. deildinni þótti Feyki við hæfi að heyra hljóðið í þjálfara liðsins, Bjaka Má Árnasyni. „Ég er ánægður með síðustu leiki, vissulega er margt sem má gera betur en líka margt sem er búið að gera mjög vel. Við erum búnir að vinna fjóra leiki í röð og það er mjög erfitt að kvarta yfir því,“ segir Bjarki.
Meira