Íþróttir

Skrifað undir við sterkan kjarna Stólastúlkna í körfunni

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá samningum við sterkan kjarna heimastúlkna fyrir komandi tímabil í 1. deild kvenna en að auki hefur verið samið við tvo leikmann frá Akureyri, Kristlaugu Evu Wium Elíasdóttir og Karen Lind Helgadóttur, og einn erlendan leikmann, Dominique Toussaint, og er liðið nú fullmannað fyrir komandi átök að sögn Árna Eggerts Harðarsonar þjálfara.
Meira

Vigdís Edda með fyrsta markið sitt í Pepsi Max

Eins og kunnugt er þá hafði knattspyrnukempan Vigdís Edda Friðriksdóttir vistaskipti í vetur, yfirgaf uppeldisfélagið Tindastól og skipti yfir í eitt sterkasta knattspyrnulið landsins, Breiðablik. Í gær komst hún á blað hjá Blikum þegar hún skoraði sjötta mark liðsins í 0-7 sigri á liði FH og var þetta fyrsta mark hennar í efstu deild.
Meira

Jafntefli Tindastólsmanna á Villa Park

Tindastólsmenn brunuðu austur á Egilsstaði í gær þar sem þeir öttu kappi við lið Hugins/Hattar á Vilhjálmsvelli í rjómablíðu austfirska sumarsins. Þetta voru fyrstu leikir liðanna að lokinni COVID-pásunni og var lið Tindastóls í þriðja sæti en heimamenn voru í næstneðsta sæti. Engin breyting varð á stöðu liðanna að leik loknum því liðin skiptu stigunum á milli sín en lokatölur voru 1-1 eftir að Stólarnir jöfnuðu enn eina ferðina í uppbótartíma.
Meira

Tilraun gerð með opnun þrektækjasalarins á Hvammstanga

Þrektækjasalurinn í íþróttamiðstöð Húnaþings vestra opnaði á ný sl. fötudag eftir Covid-19 lokun. Fyrirkomulagið verður með breyttu sniði vegna krafna Landlæknisembættisins um fjöldatakmarkanir, tveggja metra regluna og sóttvarnir. Þannig verður opið í lotum í eina og hálfa klukkustund og svo lokað í 30 mínútur á milli vegna þrifa.
Meira

Góð byrjun Stólastúlkna eftir COVID-pásuna

Fyrsti leikur Stólastúlkna að loknu COVID-hléi fór fram á Króknum í dag en þá kom sprækt lið Aftureldingar í heimsókn á gervigrasið. Mur kom heimastúlkum yfir snemma leiks en leikurinn var í jafnvægi þangað til klukkutími var liðinn af leiknum en þá fékk Taylor Bennett að líta rauða spjaldið og þjálfari gestanna leit sama lit í kjölfarið. Heimastúlkur nýttu sér liðsmuninn og gulltryggðu góðan sigur með því að bæta við þremur mörkum. Lokatölur 4-0 og Mur með þrennu.
Meira

Þrjár nýjar Stólastúlkur

Feykir hefur sagt frá því að í ljósi þess að það kvarnaðist úr kvennaliði Tindastóls þá var stefnt að því að styrkja liðið fyrir síðari umferðina í Lengjudeildinni. Nú í vikulokin höfðu þrjár stúlkur félagaskipti yfir í lið Tindastóls og verða þær klárar í slaginn á morgun þegar Afturelding kemur í heimsókn á Krókinn.
Meira

Fótboltinn aftur af stað

Knattspyrnukempur eru komnar í startholurnar eftir að leyfi fékkst til að halda áfram keppni á Íslandsmótunum sem sett voru á ís í lok júlí. Leikið verður á Sauðárkróksvelli á sunnudaginn kl. 16:00 þegar Afturelding kemur í heimsókn í Lengjudeild kvenna. Á sama tíma spila strákarnir á Egilsstöðum við lið Hugins/Hattar. Rétt er að benda á að enn um sinn mega áhorfendur ekki mæta á vellina en TindastóllTV sýnir væntanlega heimaleiki Tindastóls þannig að baráttan í boltanum á ekki að þurfa að fara framhjá stuðningsmönnum.
Meira

Góður júlí hjá frjálsíþróttafólki Tindastóls

Meistaramót Íslands í frjálsum var haldið í júlí. Annars vegar var 15-22 ára mótið haldið helgina 18.-19. júlí í Kaplakrika og Meistaramótið sjálft haldið á Þórsvelli Akureyri helgina 25.-26. júlí. Að venju stóðu keppendur Tindastóls sig vel.
Meira

Arnar Geir stóð sig vel á Íslandsmótinu í golfi

Íslandsmótið í golfi fór fram í Mosfellsbæ dagana 6. – 9. ágúst, var fjölmennt og komu keppendur víðs vegar af að landinu en meirihlutinn þó frá suðvesturhorninu. Í karlaflokki kepptu 117 og í kvennaflokki 34 og færri komust að en vildu en á heimasíðu Golfklúbbs Skagafjarðar segir að fyrsti kylfingur á biðlista karla hafi verið með 3,1 í forgjöf. Arnar Geir Hjartarson keppti á mótinu og var hann eini keppandinn frá GSS.
Meira

Knattspyrnan í pásu til og með 13. ágúst hið minnsta

Í gær varð ljóst að Knattspyrnusamband Íslands fékk ekki undanþágu frá Heilbrigðisráðuneytinu til að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu mætti hefjast á ný. Því hefur öllum leikjum í meistaraflokki, 2. og 3. flokki verið frestað til og með 13. ágúst nk. en þá ætti að vera komið í ljós hvert framhaldið verður í fótboltanum.
Meira