Íþróttir

MÍ 11-14 ára á Sauðárkróksvelli

Meistaramót Íslands 11-14 ára er haldið á Sauðárkróksvelli nú um helgina, í dag og á morgun. Um það bil 230 krakkar frá sautján félögum víðsvegar um landið eru skráðir til keppni að því er segir á vef Frjálsíþróttasambands Íslands.
Meira

Sterkur sigur Stólastúlkna í Víkinni

Það bættust þrjú stig í sarpinn hjá kvennaliði Tindastóls í kvöld þegar liðið vann sterkan sigur á ágætu liði Víkings í Lengjudeildinni. Leikið var í höfuðborginni og hvort lið skoraði eitt mark í fyrri hálfleik en í þeim síðari gerði lið Tindastóls tvö mörk og sigraði því 1-3. Að sögn Guðna Þórs Einarssonar þjálfara eru Stólastúlkur ánægðar með stigin þrjú á erfiðum útivelli. „Þetta var ekkert endilega fallegasti sigurinn en okkur gæti ekki verið meira sama,“ sagði Guðni í spjalli við Feyki.
Meira

Garðbæingar mæta á Krókinn á sunnudag

Það er fótbolti um helgina. Til stóð að lið Tindastóls og Knattspyrnufélags Garðabæjar (KFG) mættust á Króknum í kvöld en leiknum hefur verið frestað til sunnudags. Kvennalið Tindastóls spilar aftur á móti í höfuðborginni í kvöld og eru stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna á Víkingsvöllinn og styðja vel við bakið á stelpunum.
Meira

Metþátttaka í vanur/óvanur móti GSS

Nýliðanámskeiði GSS lauk á hefðbundinn hátt með vanur/óvanur móti fimmtudaginn 2. júlí. Þátttakendur voru 48 talsins sem er metþátttaka í slíku móti. Áhuginn skein úr hverju andliti og óvanir kylfingar lærðu af þeim vönu.
Meira

Hjólreiðafólk stígur fáka sína í Skagafirði á laugardaginn

Það verður nóg að gera hjá liðsmönnum Hjólreiðafélagsins Drangeyjar í Skagafirði en nk. laugardag, 4. júlí, mun félagið standa fyrir Drangeyjarmótinu sem er hluti af bikarmótinu í hjólreiðum. Þegar eru um 60 skráningar komnar í Drangeyjarmótið en gera má ráð fyrir því að þeim eigi eftir að fjölga. Keppt er í nokkrum styrkleikaflokkum karla og kvenna og auk þess er sérstakt almenningsmót sem er öllum opið.
Meira

Íslandsmót golfklúbba 15 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba 15 ára og yngri fór fram dagana 25-27. júní á Garðavelli á Akranesi. Golfklúbbur Skagafjarðar átti þar flotta fulltrúa.
Meira

Steinullarmót Tindastóls í 6. flokki kvenna í knattspyrnu fór fram um helgina í norðangolu og sól og blíðu

Um helgina fór fram stúlknamót Tindastóls á Sauðárkróki í knattspyrnu í 6. flokki kvenna sem að þessu sinni bar nafnið Steinullarmótið. Í ár mættu um 600 keppendur til leiks frá 22 liðum alls staðar að af landinu og léku í um 100 liðum. Er það á pari við fyrri ár og ekki merki um færri skráningar vegna covid.
Meira

Sanngjarn sigur á Vængjum Júpíters

Karlalið Tindastóls mætti í dag Vængjum Júpíters á Fjölnisvellinum í Reykjavík fyrir sunnan. Eftir pínu svekkjandi jafntefli í fyrsta leik var mikilvægt fyrir Stólana að koma sér í sigurgírinn í 3. deildinni og það var að sjálfsögðu það sem drengirnir gerðu. Þeir náðu tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en gerðu sér pínu erfitt fyrir með því að gefa mark seint í leiknum. Lokatölur þó 1-2 og góður sigur staðreynd.
Meira

Jafntefli hjá Stólastúlkum og Keflvíkingum í hörkuleik

Lið Tindastóls og Keflavíkur mættust í hörkuslag í kvöld á gervigrasinu á Króknum. Lið gestanna féll úr efstu deild í fyrra og fyrir mót var þeim spáð öruggum sigri í Lengjudeildinni í sumar en Stólastúlkum var spáð þriðja sæti. Það var því um stórleik að ræða og bæði lið reyndu hvað þau gátu til að knýja fram sigurmark allt fram á síðustu sekúndu en leikurinn endaði með sanngjörnu jafntefli, lokatölur 1-1.
Meira

Góð þátttaka í Byrðuhlaupi í bongóblíðu

Haldið var upp á 17. júní í bongóblíðu á Hólum en þar fór hið árlega Byrðuhlaup fram. 20 keppendur voru skráðir til leiks og að því loknu skemmti fólk sér konunglega í skrúðgöngu og leikjum.
Meira