Tindastóll semur við Antanas Udras

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Litháann Antanas Udras um að leika með liðinu næsta vetur. Samkvæmt heimildum Feykis getur Udras bæði spilað miðherja og framherja og hefur mikla reynslu frá Litháen en tvö seinustu tímabil hefur hann leikið með BC Siauliai í LKL deildinni (efsta deild) í Litháen en það er sama lið og Elvar Friðriksson samdi við á dögunum.

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls segir að Udras hafi spilað í NKL deildinni í Litháen, sem er næst efsta deild, og varð meistari með sínu liði 2015 og 2017. „Tindastóll býður þennan leikmann velkominn í hópinn og verður gaman að sjá hvernig hann finnur sig í íslensku deildinni,“ segir Baldur.

Hérna fyrir neðan má sjá vídeó af leikmanninum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir