Reynist Basi vera markahrókur?

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við Jordán Basilo Meca, sem er iðulega kallaður Basi, um að leika með karlaliðinu í 4. deildinni í sumar. Basi er 24 ára sóknarmaður frá Spáni og er von á honum á Krókinn í næstu viku.

Áður höfðu Stólarnir samið við Yves Ngassaki (1996) um að hrella markverði og varnir andstæðinga sinna í sumar en hann hefur verið leystur undan samningi – var ekki alveg það sem Tindastólsmenn vantaði.

Keppni í 4. deildinni hefst 14. maí og leika Stólarnir í B-riðli ásamt sjö öðrum liðum; Afríku, KÁ, KFK, RB, SR, Stokkseyri og Úlfunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir