Ingigerður til liðs við Stólastúlkur í körfunni
Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að Ingigerður Hjartardóttir hafi gengið til liðs við kvennalið mfl. Tindastóls. Ingigerður kemur frá Snæfelli, þar sem hún spilaði upp alla yngri flokkana. Hún hefur verið í 16 manna landsliðshópi U16 og er í dag í úrtaki fyrir u18 þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gömul.
Tindastóll fagnar því að ungur og efnilegur leikmaður gangi til liðs við félagið og ljóst að koma Ingigerðar mun styrkja hópinn fyrir seinni hluta tímabilsins.
Covid setur nú strik í reikninginn í körfuboltanum en lið Tindastóls átti að spila nú um helgina en miðað við upplýsingar á heimasíðu KKÍ er næsti leikur stúlknanna ekki fyrr en 19. janúar en þá mæta Stólastúlkur liði ÍR í Breiðholtinu. Fyrstu tveimur leikjum Tindastóls á nýju ári hefur verið frestað auk síðasta leiks ársins 2021. Samkvæmt KKÍ eiga strákarnir leik gegn Þórsurum á Akureyri þann 10. janúar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.