Aco Pandurevic þjálfar Kormák Hvöt
Meistaraflokksráð Kormáks Hvatar hefur ráðið Aco Pandurevic sem aðalþjálfara fyrir sumarið 2022. Samkvæmt tilkynningu frá ráðinu býr Aco yfir leikmannareynslu úr heimalandi sínu Serbíu, Slóvakíu og Færeyjum, en á Íslandi hefur hann spilað með Ægi frá Þorlákshöfn síðastliðinn áratug.
„Aco hefur verið í þjálfarateymi Þorlákshafnarbúa undanfarin þrjú sumur og er handhafi UEFA-B gráðu í þjálfun, auk þess að hafa komið að þjálfun erlendis. Hann mun verða búsettur á Blönduósi og flytur þangað búferlum um leið og frost fer að liðast úr jörðu á útmánuðum,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að stjórnin hafi miklar væntingar til Aco og horfir mjög björtum augum til baráttunnar í 3. deildinni í sumar.
„Aco hefur þegar tekið til starfa, en fyrsta verkefnið verður að móta sterkan kjarna leikmanna norðan heiða og undirbúningur fyrir gríðarlega snúinn riðil í Lengjubikarnum."
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.