Margrét Rún í úrtakshópi U17 landsliðsins

Margrét númer 12, hér í U16 landsliðinu. MYND AF VEF TINDASTÓLS
Margrét númer 12, hér í U16 landsliðinu. MYND AF VEF TINDASTÓLS

Margrét Rún Stefánsdóttir, sem var varamarkvörður Tindastóls í Pepsi Max deildinni síðasta sumar,hefur verið valin í úrtakshóp U17 ára landsliðs Íslands sem mun koma saman til æfinga dagana 10.-12. janúar í Skessunni í Hafnafirði. Margrét, sem er fædd árið 2005, hefur undanfarin ár verið viðlogandi yngri landslið Íslands en hún var fyrst valin í æfingahóp U15 í byrjun árs 2020 og í sumar var hún í lokahóp U16 fyrir Norðurlandamót þar sem hún stóð sig með prýði.

Þjálfari U17 ára liðsins er Magnús Örn Helgason og er næsta verkefni liðsins milliriðlar undankeppni EM 2022 sem fer fram á Írlandi dagana 23.-29. mars. Þar er Ísland í riðli með Írlandi, Finnlandi og Slóvakíu.

Margrét Rún á að baki þrjá meistaraflokksleiki með liði Tindastóls og þrjá leiki með yngri landsliðum Íslands.

Heimild: Tindastóll.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir