Hvað á að gera við flugeldaruslið?
Það var einstaklega fallegt veður á gamláskvöld, bæði til að fara að brennunum og til að skjóta upp flugelda, og var greinilegt að fáir létu klundann á sig fá. Sveitarfélagið fær í ár fyrsta hrós ársins en ástæðan er sú að það hefur komið fyrir gámum sem er ætlað undir flugeldarusl á hinum ýmsu stöðum í firðinum. Á Sauðárkróki er gámurinn staðsettur við húsakynni Skagfirðingasveitar við Borgarröst 1. Á Hofsósi er hann staðsettur rétt hjá húsakynnum Björgunarsveitarinnar að Skólagötu og í Varmahlíð er hann staðsettur við húsakynni Flugbjörgunarsveitarinnar.
Nú er bara um að gera að fara út að tína upp ruslið eftir sig og skila því í þessa gáma því almennt á að skila flugeldarusli til Flokku og á það ekki að fara í tunnuna fyrir almennt sorp. Sama með ósprungna flugelda, sem flokkast sem spilliefni. Þá flokkast stjórnuljós sem málmar.
Látum flugeldarusl ekki grotna niður og verða að drullu og sóðaskap. Leir sem er notaður í botninn á skottertum gerir það að verkum að pappinn sem eftir verður er ekki hæfur til endurvinnslu.
Takk fyrir að flokka og gleðilegt nýtt ár.
Gámurinn við Skólagötu á Hofsósi. Gámurinn á Sauðárkróki.
Gámurinn í Varmahlíð er sunnan við húsakynni Flugbjörgunarsveitarinnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.