Róbert Daníel með stórkostlegar myndir af borgarísjakanum við Blönduós
Eftir leiðindarveðrið sem búið er að herja á okkur hér á Norðurlandi vestra yfir jólahátíðina kom í ljós í gær að eitt stykki borgarísjaki læddist inn Húnafjörðinn og var staðsettur um fjóra kílómetra fyrir utan Blönduós. Vinur okkar hann Róbert Daníel Jónsson var ekki lengi að taka upp myndavélina og festa á filmu nokkrar fallegar myndir og myndband sem var birt á öllum helstu fréttamiðlum landsins í gær.
Róbert hefur fylgst vel með ísjakanum síðan hann birtist og var rétt í þessu að setja inn nýjar myndir á Facebook-síðuna sína og segir þar að nú sé borgarísjakinn í Húnafirði búinn að brotna í tvennt. Hann sé búinn að færast nær Blönduósi og er ekki nema þrjá km frá ósnum.
Hér eru nýjustu myndirnar en hann gaf okkur að sjálfsögðu góðfúslegt leyfi til að birta þær. Njótið
Hér eru svo linkar á fréttirnar sem birtust í gær.
Vísir.is var með þessa..
Rúv.is var með þessa..
Mbl.is var með þessa..
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.