Takið fram hlaupaskóna, Gamlárshlaupið er á morgun!

Hlaupahópurinn 550 Rammvilltar tóku við hlaupakeflinu af Árna Stefánssyni í lok Gamlársdagshlaupsins fyrir ári síðan. Á morgun gamlárdag verður hlaupið sem löngu er komin mikil hefð fyrir á Sauðárkróki, ræst á slaginu 12:30 við Íþróttahúsið á Sauðárkróki nánar tiltekið á bílastæðinu við Árskóla. Happdrættið verður kl. 13:30 svo þá þurfa hlaupagarparnir að vera búnir að skila sér til baka.

Í auglýsingunni segir; skokkum, göngum eða hjólum saman og barnavagnar og sleðar sérstaklega velkomnir. Áramóta- útibingó verður fyrir þau yngstu á leiðinni.

Ekkert þátttökugjald og vegalengd er undir hverjum og einum komið. Rafræn skráning er í hlaupið í QR kóða og einnig er hægt að skrá sig í á staðnum frá klukkan 12:00. 

Þessar Rammvilltu hvetja öll til að mæta og hafa gaman saman á síðasta degi ársins. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir