Sú gula mætir á morgun, 15. janúar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
14.01.2025
kl. 15.53
Á morgun, milli kl. 16:00 og 22:00, mætir sú gula, öllum til mikillar gleði eða hitt og. Vedur.is segir að á Norðurlandi vestra verði stormur með vindstrengjum eða sunnan og suðvestan 15-25 m/s og vindhviður geta náð yfir 35 m/s við fjöll. Varasamar aðstæður fyrir ökutæki, sérílagi þau sem eru viðkvæm fyrir vindi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.