Fréttir

Bertel Benóný vann Hard Wok mótið sl. þriðjudag

Á þriðjudaginn var fór fram næst síðasta Hard Wok háforgjafarmótið á Hlíðarendavelli í frábæru golfveðri. Þátttakendur voru 24 talsins og þar af voru tíu konur og 14 karlmenn. Sex af þeim sem tóku þátt náðu 19 punktum eða meira sem er frábær árangur.
Meira

„Við erum með fleiri góða íslenska leikmenn“

„ Heilt yfir hef ég verið sáttur. Við höfum átt góðar frammistöður í mörgum leikjum í sumar. Auðvitað hafa einnig komið leikir sem við höfum ekki átt okkar dag eins og gengur og gerist. Stigasöfnunin hefur verið fín en okkur finnst samt að við ættum vera með fleiri stig,“ segir Ingvi Rafn Ingvarsson, þjálfari Kormáks/Hvatar í 2. deildinni í knattspyrnu. Í spjalli við Feyki segir hann að sem nýliðar í deildinni séu Húnvetningar hinsvegar nokkuð sáttir eins og staðan er núna. „Við þurfum að halda áfram að safna stigum í þeim leikjum sem eftir eru.“
Meira

Vatnsdalshólahlaupin

Það er óhætt að segja að menningarlífið í Húnabyggð hafi verið metnaðarfullt og til fyrirmyndar fyrir önnur sveitarfélög í sumar og um komandi helgi hátíð, Vatnsdæluhátíð og meðal þess sem er á dagskrá laugardaginn 17. ágúst er hlaup og rathlaup í einstakri náttúru.
Meira

Fræðumst um fortíðina með fornleifafræðingum

Á laugardaginn milli klukkan 13 og 16 taka fornleifafræðingar á móti gestum á Þingeyrum en þar hefur uppgröftur verið í gangi undanfarin sumur. Gestir fá leiðsögn og fræðslu á uppgraftarsvæðinu og boðið verður upp á örfyrirlestra í Þingeyrakirkju. Einnig verður hægt að skoða áhugaverða gripi sem fundist hafa frá tímum klaustursins, sem starfrækt var á staðnum á miðöldum. Þá fá krakkar tækifæri til að kynnast störfum fornleifafræðinga og grafa eftir gripum.
Meira

Hólahátíð er dagana 17.-18. ágúst

Árleg Hólahátíð er nú um helgina á Hólum í Hjaltadal og að venju er dagskráin fjölbreytt. Megindagskráin er á sunnudag en hátíðarmessa hefst í Hóladómkirku kl. 14:00. Þar mun Agnes M. Sigurðardóttir biskup prédika og kveðja Hólastifti. Hátíðarsamkoma hefst kl. 16:00 í Hóladómkirkju en þar er ræðumaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Meira

Umhverfisviðurkenningar í Húnaþingi vestra

Hafa ekki allir gaman að því að sjá vel hirtar lóðir og hús. Nefnd um veitingu umhverfisviðurkenninga í Húnaþingi vestra auglýsir nú eftir ábendingum um garða og svæði sem eiga slíka viðurkenningu skilið.
Meira

Nú mótum við saman nýja sóknaráætlun fyrir Norðurland vestra

SSNV býður íbúa á Norðurlandi hjartanlega velkomna á vinnustofu og taka þátt í að móta nýja sóknaráætlun fyrir árin 2025 til 2029 en afurð vinnustofanna verður notuð við gerð nýrrar áætlunar fyrir Norðurland vestra. Sóknaráætlanir landshlutanna eru stefnumótandi áætlanir en í þeim sameinast íbúar um framtíðarsýn, markmið, forgangsröðun verkefna og leiðir til árangurs.
Meira

Fyrsti sveitarstjórnarfundur Húnabyggðar eftir sameiningu var í gær

Eins og flestum ætti að vera kunnugt þá var kosið um sameiningu Húna- og Skagabyggðar í byrjun sumars og var hún samþykkt með vænum meirihluta atkvæða. Gekk sameining í gegn þann 1. ágúst sl. og fór fyrsti sveitarstjórnarfundur eftir sameiningu fram í gær og var af því tilefni haldinn í Skagabúð.
Meira

Opið hús á Brúnastöðum í Fljótum í tilefni af Beint frá býli deginum

Haldið verður upp á Beint frá býli daginn sunnudaginn 18. ágúst og af því tilefni verða viðburðir í hverjum landshluta. Hér á Norðurlandi vestra munu bændur á Brúnastöðum í Fljótum opna býli sitt fyrir gestum í tilefni dagsins sem er nú haldinn annað árið í röð. Þennan dag munu heimavinnsluaðilar og smáframleiðendur matvæla úr landshlutanum mæta á Brúnastaði til að kynna og selja vörur sínar.
Meira

Dósa- og flöskusöfnun á Króknum í dag

Þeir Króksarar sem bíða eftir að geta losað sig við dósir og flöskur til góðs málefnis ættu að gleðjast í dag þar sem knattspyrnukempur verða á ferðinni í dag milli kl. 17 og 20, munu ganga í hús á Sauðárkróki einmitt til að safna flöskum og dósum.
Meira