Skagafjörður hefur innleitt stafræna pósthólfið á island.is

MYND. ISLAND.IS
MYND. ISLAND.IS

Lög um stafrænt pósthólf tóku gildi 1. janúar 2025. Í lögum nr.105/2021 kemur fram að öllum opinberum aðilum sé skylt að birta ákveðnar tegundir gagna sem snerta íbúa sveitarfélagsins í stafrænu pósthólfi. Þetta kemur fram á vef Skagafjarðar. Þau gögn sem um ræðir eru hvers konar gögn, sem verða til við meðferð máls hjá stjórnvöldum, svo sem tilkynningar, ákvarðanir, úrskurði, ákvaðir og aðrar yfirlýsingar.

Með lögunum er fest í sessi sýn stjórnvalda um að meginboðleið samskipta við einstaklinga og lögaðila verði stafræn og miðlæg á einum stað, gegnum stafrænt pósthólf á island.is. Er markmiðið að stuðla að skilvirkri opinberri þjónustu, auka gagnsæi við meðferð mála og hagkvæmni í stjórnsýslu og tryggja örugga leið til að miðla gögnum til einstaklinga og lögaðila.

Skagafjörður hefur innleitt stafræna pósthólfið á island.is og miðlar nú með þeim hætti til einstaklinga og fyrirtækja. Þegar gögn eru gerð aðgengileg í stafræna pósthólfinu teljast þau birt viðtakanda með fullgildum hætti. Þetta þýðir að skjöl, til dæmis tilkynningar, ákvarðanir, úrskurðir, greiðsluáskoranir og stefnur, teljast lögformlega birt þegar þau eru sett inn í stafræna pósthólfið. Á Ísland.is má stýra hvernig hnippum er háttað þegar ný bréf eru birt í pósthólfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir