Guðrún Hafsteinsdóttir kynnir framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins

Guðrún Hafsteinsdóttir. MYND AF NETINU
Guðrún Hafsteinsdóttir. MYND AF NETINU

Sjálfstæðisflokkurinn heldur landsfund um næstu mánaðamót. Það má búast við spennandi fundi enda munu Sjálfstæðismenn velja sér nýjan formann þar sem Bjarni Benediktsson hyggst ekki gefa kost á sér og hefur þegar látið af þingstörfum. Tveir frambjóðendur eru um hituna þegar hér er komið sögu en það eru þær Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir.

Guðrún fer nú rúntinn um landið, var á Vestfjörðum í dag og nú kl. 17 heimsækir hún Hvammstanga en fundurinn verður í safnaðarheimilinu. Guðrún verður í félagsheimilinu á Blönduósi kl. 20 í kvöld og hún mætir síðan á hádegisfund á Sauðá á Sauðárkróki kl. 12 á morgun, fimmtudaginn 13, febrúar.

Áður hefur Áslaug Arna farið rúntinn og haldið fundi vítt og breytt um landið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir