Góð heimsókn á dvalarheimilið á Króknum
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf, Lokað efni
21.02.2025
kl. 07.48

Frá hægri, Stefanía Sif Traustadóttir, forstöðumaður, Valgerður Kjartansdóttir, Guðbjörg Elsa Helgadóttir, Ása Sóley Ásgeirsdóttir, Guðbjörg Valgarðsdóttir, Rannveig Einarsdóttir, deildarstjóri. Í stólunum nýju sitja þær Edda Stefáns Þórarinsdóttir og Margrét Ingvarsdóttir. MYND AF SKAGAFJÖRÐUR.IS
Notendur dagdvalar aldraðra á Sauðárhæðum og íbúar dvalarheimilisins á Sauðárkróki fengu heldur betur góða heimsókn á dögunum. Þá mættu dömur úr Kvenfélagi Lýtingsstaðahrepps í heimsókn og buðu notendum og íbúum upp á dýrindis kaffihlaðborð ásamt söng og harmonikkuleik frá feðgunum á Hóli í Lýtingsstaðahrepp, þeim Ásgeiri og Guðmundi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.