Fréttir

Um 500 manns mættu á Stórhól í afmæli Beint frá býli

Nú á sunnudaginn var haldin 15 ára afmælishátíð Beint frá býli á sex stöðum á landinu. Hér á Norðurlandi vestra var hátíðin haldin á Stórhóli í gamla góða Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Ellefu framleiðendur mættu þar til leiks frá Norðurlandi vestra sem eru aðilar að Beint frá býli til að kynna og selja afurðir sínar. Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps var með bakkelsi á svæðinu og ferðaþjónustan á Lýtingsstöðum teymdi undir börnum.
Meira

Sumarkjóla- og búbbluhlaup á Króknum

Á morgun, fimmtudaginn 24. ágúst, verður haldið í fyrsta skipti á Sauðárkróki Sumarkjóla- og búbbluhlaup. Það er hlaupahópurinn 550 rammvilltar sem halda utan um viðburðinn í samstarfi við veitingastaðinn Sauðá og Radacini vín. „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt og nú síðustu ár hefur verið haldið Proseccohlaup í Elliðarárdalnum sem hefur tekist mjög vel. Þetta er virkilega skemmtileg hugmynd sem hefur það eina markmið að hafa gaman,“ segir Vala Hrönn Margeirsdóttir sem er ein af þessum rammvilltu.
Meira

Icelandair býður til fjölskyldudags á Glerártorgi

Norðlendingar tóku vel á móti flugfélaginu NiceAir sem flaug frá Akureyri til áfangastaða erlendis. Það félag varð því miður ekki langlíft, hóf sig til flugs í febrúar 2022 en lauk starfsemi í vor. Nú hyggst Icelandair koma til móts við Norðlendinga og bjóða upp á flug milli Akureyrar og Keflavíkur til reynslu í vetrarbyrjun og blæs því til kynningar og fjölskyldudags laugardaginn 26. ágúst næstkomandi á Glerártorgi á Akureyri. Þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna og þar á meðal verða tónlistaratriði, húllasýning, andlitsmálun og veitingar. Auk þess verður glæsilegt lukkuhjól sem færir heppnum þátttakendum veglega vinninga og ratleikur þar sem hægt er að vinna flugferð fyrir fjóra til Barcelona.
Meira

Vegagerðin veitir styrk til lagfæringar á vegum í afréttum

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Skagafjarðar 18. ágúst síðastliðinn samþykkti nefndin tillögu landbúnaðarnefndar um útdeilingu fjárheimildarinnar. Þetta var gert eftir að Vegagerðin hafði samþykkt að veita Skagafirði kr. 3.000.000,- styrk til vegagerðar af liðnum Styrkvegir í verkáætlun 2023.
Meira

Edu gengur til liðs við Gránu Bistró

Nýverið tók nýr kokkur við keflinu á Gránu Bistró á Sauðárkróki. En Edu frá Frostastöðum hefur nú tekið við eldhúsinu og birti nýjan matseðil á dögunum. Á Gránu er lögð áhersla á gæðahráefni úr héraði og að vera með eitthvað létt, ferskt og spennandi í hádeginu. Edu er skagfirskum matgæðingum vel kunnur en hann hefur m.a. verið á Hótel Varmahlíð, Deplum og Hofsstöðum.
Meira

Bjarni segir MAST algjört nátttröll þegar kemur að heimavinnslu á mat

Mbl.is segir frá því að ný gjald­skrár­hækk­un sem Mat­væla­stofn­un hef­ur boðað muni gera bænd­um og litl­um slát­ur­hús­um erfitt fyr­ir ef marka má um­sagn­ir sem borist hafa inn í sam­ráðsgátt stjórn­valda vegna hækk­un­ar­inn­ar. Kemur fram að Bændasamtök Íslands leggist al­farið gegn því að drög að gjald­skrá þess­ari taki gildi. Hafa Bænda­sam­tök­in og Sam­tök fyr­ir­tækja í land­búnaði sam­eig­in­lega farið fram á það við mat­vælaráðuneytið að málið verið dregið til baka.
Meira

Jarðstrengir lagðir í Húnaþingi vestra

RARIK hefur í sumar staðið að nokkrum framkvæmdum við lagningu jarðstrengja í Húnaþingi vestra í samræmi við framkvæmdaáætlun sína. Sagt er frá því á heimasíðu sveitarfélagsins að þau verkefni sem eru yfirstandandi eru Fitjárdalur allur, Miðfjörður að Réttarseli og Hrútafjörður frá Reykjum að Hvalshöfða. Til viðbótar við þetta hefur verið lögð strenglögn frá aðveitustöðinni í Hrútatungu að Staðarskála.
Meira

Ágætis veður í kortunum út vikuna

Það var frekar andstyggilegt sumarveðrið á Króknum í gær, rok og rigning en það kombó hefur blessunarlega verið af skornum skammti í sumar. Feykir sagði frá því á sunnudag að einhver bilun væri hjá Veðurstofunni í spám tengdum Alexandersflugvelli við Sauðárkrók því þar vantaði stundum hitaspár og þess vegna mátti sjá að þar var gert ráð fyrir snjókomu í kortunum. Það skorti reyndar ekki mörg hitastig upp á í gær að vitlausa spáin gengi eftir og þegar rigningarbakkarnir létu undan síga í gærkvöldi voru fjallstoppar víðast hvar fagurhvítir í Skagafirði.
Meira

Emese Vida aftur á Krókinn

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Emese Vida um að leika áfram með kvennaliði Tindastóls. Hún stóð sig með ágætum síðasta vetur en þá skilaði hún 15,6 stigum að meðaltali og 15,9 fráköstum. Það má fastlega reikna með því að hún sé enn 190 sm á hæð en nú í september kemst hún á fertugsaldurinn.
Meira

Þrisvar reitt til höggs : Gylfi Þór Gíslason skrifar

Um hvað snýst lífið annað en að líða vel og það gerist ef fólk hefur góða heilsu, fjölskyldu hjá sér og lífsviðurværi, þ.e. vinnu sér og sínum til framdráttar. Á Íslandi velur fólk að búa víða um land. Í dreifbýli eða þéttbýli. Sumir hafa ákveðið að flytja af landi brott, nauðugt viljugt. Þannig hefur það verið öldum saman á Íslandi. Lengi mátti almúginn ekki svo mikið sem eiga spotta. Margir flýðu land á öldum áður og gera enn.
Meira