Vegagerðin veitir styrk til lagfæringar á vegum í afréttum
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Skagafjarðar 18. ágúst síðastliðinn samþykkti nefndin tillögu landbúnaðarnefndar um útdeilingu fjárheimildarinnar. Þetta var gert eftir að Vegagerðin hafði samþykkt að veita Skagafirði kr. 3.000.000,- styrk til vegagerðar af liðnum Styrkvegir í verkáætlun 2023.
Sótt var um styrk í alls tólf verkefni. Vegagerðin hefur veitt sveitarfélaginu heimild til að ákveða hvernig fjármununum verði varið. Lagt er fram skjal með tillögu landbúnaðarnefndar að útdeilingum fjárheimildarinnar. Hér að neðan má sjá lista yfir tillögu nefndarinnar:
Kolbeinsdalsafrétt, viðgerð á hættulegu vaði: 100 þ. kr. (verk síðan 2022 500 þ. kr.)
Unadalsafrétt, verk síðan 2022: 700 þ. kr.
Hrolleifsdalsafrétt, ræsagerð og lagfæringar: 500 þ. kr.
Flókadalsafrétt, lagfæring á verstu köflum: 300 þ. kr.
Þúfnavallaleið, árlegt viðhald: 200 þ. kr.
Haugakvíslarvegur, lagfæring á verstu köflum: 300 þ. kr.
Heiðarlandsvegur, ræsi og lagfæringar: 400 þ. kr.
Eftir að tillagan var samþykkt var Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að annast eftirlit með framkvæmdinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.