Fréttir

Sveitasæla um helgina - Fjölskyldustemning og almenn skagfirsk gleði

Sveitasælan, landbúnaðar og bændahátíð í Skagafirði verður haldin laugardaginn 19. ágúst nk. frá klukkan 10:00 til 17:00 og fer venju samkvæmt fram í Reiðhöllinni Svaðastöðum. Að sögn Sigurðar Bjarna Rafnssonar má búast við skemmtilegri fjölskyldustemningu og almennri skagfirskri gleði þar sem landbúnaðurinn verður í aðalhlutverki.
Meira

Blússandi byr hjá Húnvetningum í boltanum

Bleiki valtarinn rauk í gang í kvöld þegar lið Ýmis úr Kópavogi mætti liði Húnvetninga í 3. deildinni. Þegar upp var staðið höfðu heimamenn á Blönduósi gert sjö mörk án þess að gestirnir næðu að svara fyrir sig. Lið Kormáks/Hvatar er því enn sem fyrr í öðru sæti 3. deildar þegar fimm umferðir eru eftir. Staðan er vænleg en eftir eru nokkur sleip bananhýði og það fyrsta er heimaleikur gegn liði Kára frá Akranesi nú um helgina.
Meira

Hundrað marka Murr með geggjað mark í merkissigri á Þrótti

Það er óhætt að segja að Stólastúkur hafa hingað til ekki sótt gull í greipar Þróttara sem nú eru eitt albesta lið landsins. Í það minnsta man Bryndís Rut fyrirliði ekki til þess að hafa unnið Þrótt. Það má því kannski segja að það hafi ekki margir verið vongóðir um að lið Tindastóls færi á splunkunýjan gervigrasvöll þeirra reykvísku og tækju stigin þrjú með sér norður. En það var einmitt það sem gerðist í gærkvöldi. Gott skipulag, gæði og gríðarleg vinnusemi – og kannski pínu lukka – sáu til þess að Stólastúlkur sigruðu Þrótt 0-2. Seinna markið var af rándýrari gerðinni og hundraðasta mark Murr fyrir lið Tindastóls.
Meira

Myndasamkeppni í tilefni Sveitasælu

Í tilefni Sveitasælu sem fram fer um helgina hefur verið blásið til myndasamkeppni á Instagram. Þrjár bestu myndirnar verða valdar með tilliti til fjölda ,,like-a" á Instagram og verða verðlaun afhent á Sveitasælu í Skagafirði þann 19. ágúst nk.
Meira

María Anna og Cosmin Blagoi semja um að þjálfa hjá Tindastóli

Undirskriftapenninn er í fullri notkun hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls og vissara að Dagur Baldvins og félagar kanni blekstöðuna fyrr en síðar. Ekki var nóg með að í gær hafi verið tilkynnt um að fjölmeistarinn Callum Lawson hefði samið um að spila með meistaraflokki karla því einnig var tilkynnt að unglingaráð hefði samið við Maríu Önnu Kemp Guðmundsdóttur og Cosmin Blagoi um að þjálfa yngri flokka félagsins. Blagoi mun einnig aðstoða Helga Margeirs með meistaraflokk kvenna og akademíu FNV.
Meira

Rúnar Kristjánsson sendir frá sér ljóðabókina „Fjörusprek og Grundargróður“

Nýútkomin er hjá forlaginu Sæmundi á Selfossi ljóðabókin Fjörusprek og Grundargróður eftir Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd. Þetta er níunda bók höfundar og sjöunda kveðskaparbók hans.
Meira

Íbúum fjölgar í Húnabyggð: „Engin ástæða til annars en að vera bjartsýn og jákvæð“

„Þetta skýrist einnig af þeirri uppbyggingu sem er í gangi bæði í gamla bænum og t.d. í nýsköpun í matvælaiðnaði. Fyrirtæki á svæðinu er líka sum hver að vaxa og Textílmiðstöðin hefur náð alvöru fótfestu. Þannig að það er ýmiskonar gerjun í gangi og engin ástæða til annars en að vera bjartsýn og jákvæð.”
Meira

„Mér líður frábærlega“

...sagði Donni þjálfari þegar Feykir spurði hann hvernig honum liði eftir að Stólastúlkurnar hans báru loks sigurorð af Þrótti Reykjavík. Ef Feyki förlast ekki þá er þetta fyrsti sigur Tindastólsliðsins á Þrótti en liðin hafa mæst nokkuð oft síðustu árin og aldrei hafa Stólastúlkur sótt sigur í greipar þeirra röndóttu. Óvæntur 0-2 sigur á útivelli í kvöld gæti reynst ómetanlegur í baráttunni um að halda sæti í Bestu deildinni en lið Tindastóls er í sjöunda sæti deildarinnar með 18 stig þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni.
Meira

Drósir og dýrlingar – málþing í Kakalaskála

Laugardaginn 26. ágúst verður haldið málþing í Kakalaskála í Blönduhlíð sem hefst kl. 14. Yfirskrift málþingsins er Drósir og dýrlingar. Fyrirlesarar eru að þessu sinni þrír, allt Skagfirðingar eða af skagfirskum ættum.
Meira

Starfsmenn Rarik fundu mannabein í Sæmundarhlíð

Rétt fyrir hádegi í dag fékk Guðmundur Stefán Sigurðarson, minjavörður Norðurlands vestra, tilkynningu um að mannabein hefðu mögulega fundist í jörðu á bænum Hóli í Sæmundarhlíð. Við nánari athugun kom í ljós að um kirkjugarð var að ræða sem ekki var áður vitað um.
Meira