Fréttir

Ísland í kjörstöðu til að mæta vaxandi þörf á gagnahýsingu

Ísland getur verið fremst meðal jafninga þegar kemur að hýsingu gagna í heimi þar sem öryggi, persónuvernd og sjálfbærni skipta máli í sívaxandi mæli. Styrkleikar Íslands og íslenskra gagnavera voru meðal áhersluatriða á málþingi Borealis Data Center á Hilton Reykjavík Nordica í gær, fimmtudaginn 31. ágúst, í tilefni samstarfsamnings fyrirtækisins við stórfyrirtækið IBM .
Meira

Kafað í hugmyndina um heimilið

Á morgun, laugardaginn 2. september, opnar listsýningin Heima /Home í Hillebrandtshúsinu á Blönduósi og er þetta samsýning yfir 20 listamanna af öllu Norðvesturlandi. Það er Morgan Bresko sem stendur að baki sýningarhaldinu en hún flutti til landsins í september á síðasta ári ásamt fjölskyldu sinni. Þau búa á Torfalæk, fjölskyldubýli mannsins hennar, Elvars Inga Jóhannessonar, ásamt tveimur litlum börnum þeirra og gömlum ketti. Feykir spjallaði við Morgan um sýninguna og hana sjálfa.
Meira

Feðgin úr Fljótunum snillingar í hrútaþukli

Íslandsmótið í hrútaþukli var haldið á sauðfjársetrinu á Ströndum nú á dögunum. Það vakti athygli að feðginin Fanney Gunnarsdóttir og Gunnar Steingrímsson frá Stóra-Holti í Fljótum voru bæði á verðlaunapalli í keppninni.
Meira

EasyJet hefur flug til Akureyrar í lok október

Í haust og vetur verður hægt að ferðast með flugi frá Akureyri um allan heim. Í fréttatilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands segir að breska flugfélagið easyJet hefji flug til Akureyrar í lok október og Icelandair bjóði upp á beint flug á Keflavíkurflugvöll þaðan sem hægt verður að tengja við flugáætlun félagsins bæði til Bandaríkjanna og Evrópu.
Meira

Aðeins 353 laxar komnir á land í Blöndu

Húnahornið segir frá því að laxveiði í sjö helstu laxveiðiánum í Húnavatnssýslum hafi verið dræm í sumar. Marga veiðimenn í eldri kantinum dreymir enn dýrðardaga í Blöndu á síðustu öld en í gær var aðeins búið að veiða 353 laxa í ánni og þar sem hún er komin á yfirfall þá stefnir í lélegasta í laxveiðisumar í Blöndu síðan 1994 en þá veiddust 357 laxar.
Meira

Síungur söngvari verður sjötugur og heldur tónleika

Álftagerðisbróðirinn geðþekki, Óskar Pétursson, hyggst halda upp á sjötugsafmæli sitt með því að halda stórtónleika í þremur helstu tónleikasölum landsins; Hörpu, Hofi og í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði. Óskar er að sjálfsögðu einn dáðasti söngvari landsins, hann á að baki langan og farsælan feril og er þekktur fyrir fagran söng og skondnar kynningar. Tónleikarnir í Miðgarði fara fram 12. október og það er að verða eitthvað lítið eftir af miðum.
Meira

Stjórnarformaður Drangeyjarfélagsins gagnrýnir stjórnsýslu Umhverfisstofnunar

Viggó Jónsson, stjórnarformaður Drangeyjarfélagsins í Skagafirði, birti í gær færslu á Facebook þar sem hann furðar sig á vinnubrögðum Umhverfisstofnunar varðandi skipan í starfshóp sem vinnur við stjórnunar- og verndaráætlun lunda og fjallar því að hans sögn um mögulegt bann á sölu lunda. „Ég tel skipan starfshópsins fáránlega stjórnsýslu og augljóst að markmiðið er skýrt og niðurstaðan ákveðin fyrirfram,“ segir Viggó í færslunni.
Meira

Steinn Kára gefur út sönglagið Sól í Skagafirði

Nýútkomið er sönglag eftir Króksarann Stein Kárason en það er Bjarni Atlason baritonsöngvari sem syngur lagið Sól í Skagafirði. Bæði lag og ljóð er eftir Stein. Undirleik annast Jónas Þórir. Í tilkynningu frá höfundi segir að lagið fjalli um ástina, foldarblómin smá og söng á sólríkum sumardegi í Skagafirði eins og þeir gerast bestir.
Meira

Fámennt en góðmennt á Uppskeruhátið Húnabyggðar

„ Það gekk bara fínt, fámennt en góðmennt. Það sem stóð upp úr var að allir voru glaðir og ánægður þrátt fyrir smá skúrir. Veðrið í Vatnsdal mun betra en á Blönduósi eins og svo oft áður, “ segir Elfa Þöll Grétarsdóttir, ferðamálafulltrúi Húnabyggðar og skipuleggjandi Uppskeruhátíðarinnar, þegar Feykir spurði hvernig til hefði tekist.
Meira

Vill sjá Tindastólsfólk fjölmenna á völlinn

Lið Tindastóls í Bestu deild kvenna krækti í sjöunda sætið í Bestu deild kvenna þegar liðið gerði jafntefli við Norðurlandsrisann Þór/KA á sunnudaginn. Stelpurnar okkar náðu að hala inn 19 stig í 18 leikjum sem er fimm stigum meira en í Pepsi Max deildinni fyrir tveimur árum. Feykir lagði nokkrar léttar spurningar fyrir þjálfara liðsins, Donna Sigurðsson, því ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið – úrslitakeppni um að halda sæti í Bestu deild að ári hefst um næstu helgi.
Meira