Fréttir

„Þurfum bara að vinna þá leiki sem eftir eru“

„Stemningin er mjög góð og hefur verið það allt timabilið. Held að menn séu löngu búnir að átta sig á þvi að við séum að fara berjast um sæti i 2 deild á næsta ári. Hópurinn er mjög vel tengdur og það verður spennandi að sjá hvað gerist í þeim [fimm] leikjum sem eru eftir,“ segir Sigurður Bjarni Aadnegard, fyrirliði Kormáks/Hvatar þegar Feykir spyr hvernig stemningin sé í hópnum en liðið er í góðum séns með að tryggja sér sæti í 2. deild í fyrsta sinn í stuttri sögu sinni.
Meira

Ríflega 700 nemendur skráðir í FNV á haustönn

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra verður settur miðvikudaginn 23. ágúst kl. 8:00. Nýnemar úr grunnskóla mæta hins vegar til leiks þriðjudaginn 22. ágúst. Ríflega 700 nemendur eru skráðir í skólann ýmist í dagskóla eða fjarnám. Aðsókn nemenda utan Norðurlands vestra hefur aukist til muna og er heimavistin troðfull en þar munu 89 nemendur búa á haustönn.
Meira

Opinn samráðsfundur í dag um málefni fatlaðs fólks

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra, verður með opinn samráðsfund á Sauðárkróki um málefni fatlaðs fólks í dag, föstudaginn 18. ágúst, á Gránu Bistro kl. 17:00. 
Meira

Hvítur himbrimi í höfninni á Króknum

Fyrr í dag birti Viggó Jónsson myndir af sérkennilegum fugli á sundi í smábátahöfninni á Sauðárkróki. Birti hann myndirnar á Facebook og eru menn sammála um að þarna sé hvítur himbrimi og hefur fuglinn víst sést áður og annarsstaðar í Skagafirði.
Meira

Stíga þarf varlega til jarðar

Ársreikningur Húnabyggðar fyrir árið 2022 var tekinn til síðari umræðu á sveitarstjórnarfundi sveitarfélagsins fyrir rúmri viku en hann er fyrsti ársreikningur sameinaðs sveitarfélags. Blönduós og Húnavatnshreppur sameinuðust fyrir rúmu ári eins og flestum ætti að vera í fersku minni. Í frétt Húnahornsins segir að samkvæmt ársreikningnum nam tap ársins um 220 milljónum króna en áætlun gerði ráð fyrir 74 milljón króna tapi.
Meira

Leiðbeiningar um losun garðaúrgangs á Króknum

Á vefsíðu Skagafjarðar er greint frá því að breytingar hafa orðið á því hvar íbúar geta losað garðaúrgang á Króknum.
Meira

Stórhátíð á Stórhóli á sunnudaginn

„Beint frá býli“ dagurinn er á sunnudaginn nk. og verður blásið til stórhátíðar fráá Stórhóli í Lýtingsstaðahrepp frá kl. 13 til 17 í tilefni af 15 ára afmæli „Beint frá býli“ verkefnisins.
Meira

Opið fyrir ábendingar um nýja jafnréttisáætlun Húnaþings vestra

Byggðarráð Húnaþings vestra hefur nú sett fyrstu drög að nýrri jafnréttisáætlun sveitarfélagsins í opið samráð á heimasíðu þess.
Meira

Opið fyrir umsóknir til þróunarverkefna í nautgriparækt, sauðfjárrækt og garðyrkju

Þeim fjármunum sem úthlutað er í verkefninu er ætlað að styðja við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í þremur búgreinum: Nautgriparækt, sauðfjárrækt og garðyrkju.
Meira

Farsæld og vellíðan barna var þema fræðsludags skólanna í Skagafirði

Fræðsludagur skóla í Skagafirði var haldinn í Miðgarði í Varmahlíð sl. þriðjudag. Þar kom saman starfsfólk leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskóla, starfsmenn á fjölskyldusviði og kjörnir fulltrúar fræðslunefndar. Fram kemur í frétt á vef Skagafjarðar að fræðsludagurinn er árlegur viðburður í Skagafirði og er þetta í tólfta sinn sem slíkur dagur er haldinn hátíðlegur. Tilgangur fræðsludags er fyrst og fremst að hefja nýtt skólaár á samveru og samtali um áherslur í skólamálum hverju sinni. Starfsfólk sem tók þátt í fræðsludeginum í ár var um 240 talsins.
Meira