„Mikil tækifæri í áframhaldandi starfsemi Háskólans á Hólum“
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
15.08.2023
kl. 14.20
Í gær undirrituðu Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, viljayfirlýsingu um að hefja formlegar viðræður um aukið samstarf og hugsanlega sameiningu Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. „Bæði HVIN ráðuneytið [Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið] sem og Háskóli Íslands sjá mikil tækifæri í áframhaldandi starfsemi Háskólans á Hólum í Skagafirði,“ segir m.a. í viljayfirlýsingu, sem undirrituð er af Háskólanum á Hólum, Háskóla Íslands og ráðuneyti háskólamála.
Meira