Bjarni segir MAST algjört nátttröll þegar kemur að heimavinnslu á mat

Bjarni Jónsson. MYND AF FB
Bjarni Jónsson. MYND AF FB

Mbl.is segir frá því að ný gjald­skrár­hækk­un sem Mat­væla­stofn­un hef­ur boðað muni gera bænd­um og litl­um slát­ur­hús­um erfitt fyr­ir ef marka má um­sagn­ir sem borist hafa inn í sam­ráðsgátt stjórn­valda vegna hækk­un­ar­inn­ar. Kemur fram að Bændasamtök Íslands leggist al­farið gegn því að drög að gjald­skrá þess­ari taki gildi. Hafa Bænda­sam­tök­in og Sam­tök fyr­ir­tækja í land­búnaði sam­eig­in­lega farið fram á það við mat­vælaráðuneytið að málið verið dregið til baka.

Fleiri gagnrýna Matvælastofnun vegna málsins og þar á meðal Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Hann segir á Facebooksíðu sinni:

Síðustu ár höfum við séð mikla grósku í fjölbreyttri heimavinnslu á mat Beint frá býli, tilkomu örsláturhúsa sem þjóna einstökum býlum eða nærsamfélaginu til frekari fullvinnslu á afurðum og virðisauka. Víða hefur þetta hleypt nýju lífi í byggðirnar og stuðlað að margvíslegri spennandi nýsköpun og tekjumöguleikum til sveita. Gríðarleg tækifæri felast í að styðja enn frekar við þessa þróun.

Þessi nálgun Matvælastofnunar gengur þvert gegn þeim markmiðum og getur hreinlega brotið niður margra ára frumkvöðla og uppbyggingarstarf víða um land. Hér birtist Mast, ekki í fyrsta skipti þegar heimavinnsla á mat er annarsvegar, sem algjört nátttröll. Hér er verið að bregða fæti fyrir það góða starf sem víða er verið að vinna og stofnunin ætti þess í stað að vinna með og aðstoða eins og hlutverk slíkrar stofnunar á að vera. Hér þarf að grípa í taumana og rétta stofnunina af."

Í umsögn Bændasamtaka Íslands að drögum um gjaldskrá Matvælastofnunar segir m.a.: „Þau drög sem hér um að [sic] ræðir fela í sér grund­vall­ar­breyt­ingu á inn­heimtu eft­ir­lits­gjalda og í raun gríðarleg­an kostnaðar­auka fyr­ir at­vinnu­grein­ina, nái málið fram að ganga, á sama tíma og grein­in er að glíma við mikla rekstr­arörðug­leika.“

Sjá ítarlega umfjöllun á mbl.is >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir