Fundað vegna mögulegrar sameiningar Húnabyggðar og Skagabyggðar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
04.06.2024
kl. 09.19
Í gærkvöldi fór fram íbúafundur um mögulega sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar í Skagabúð en í kvöld, þriðjudaginn 4. júní klukkan 20, fer seinni fundurinn fram í Félagsheimilinu á Blönduósi. Álit samstarfsnefndar um sameininguna verður þá kynnt ásamt þeim forsendum sem liggja til grundvallar tillögu um sameiningu sveitarfélaganna.
Opið verður fyrir spurningar og umræður og boðið verður upp á rafrænan aðgang að fundunum. Sjá nánar Húnabyggð.is >
Á netsíðum sveitarfélaganna segir að íbúakosning skuli standa yfir í tvær vikur og fara fram dagana 8. til 22. júní 2024. Kynningarefni um sameininguna má lesa hér >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.