Hollvinasamtök HVE komu færandi hendi

Frá afhendingu gjafarinnar. Mynd: FB / GUÐMUNDUR HAUKUR
Frá afhendingu gjafarinnar. Mynd: FB / GUÐMUNDUR HAUKUR
Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Hvammstanga, afhenti í gær sjúkraflutningamönnum á Hvammstanga æfingahendi til að æfa uppsetningu æðaleggja. Slíkar aðgerðir eru mikilvægur partur af starfi sjúkraflutningamanna og nauðsynlegt að æfa til að aðgerðir gangi sem best, bæði fyrir sjúkling og sjúkraflutningamann.
 
„Útkallstíðnin er ekki há hjá okkur en það getur orðið til þess að það er langt á milli útkalla. Þetta er nauðsynlegt inngrip sem við þurfum að geta gripið til, sérstaklega fyrir okkar löngu flutninga,“ sagði Hörður Gylfason, yfirmaður sjúkraflutninga hjá HVE á Hvammstanga, við þetta tækifæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir