Fréttir

Þekkir þú einhvern sem á skilið Landstólpann?

Landstólpinn er samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar sem veitt er árlega á ársfundi þeirra. Um er að ræða hvatningarverðlaun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar, byggðaþróunar, atvinnuþróunar, sjálfbærni eða menningar.
Meira

Jordyn Rhodes er spennandi framherji

Eins og sagt var frá á dögunum þá verða breytingar í framlínu Tindastóls í Bestu deildinni í sumar þar sem Murr hverfur á braut eftir ansi gjöful og góð ár á Króknum. Í vikunni var síðan tilkynnt um hvaða stúlka það er sem fetar í fótspor Murr en það er ansi spennandi leikmaður, Jordyn Rhodes, sem kemur til Tindastóls frá University of Kentucky þar sem hún lék vel.
Meira

Bergsveinn Ellerts vann Hljóðnemann 2024

Skagfirðingar eru nokkuð klárir á því að þeir séu góðir söngvarar svona upp til hópa. Hvort það sé enn ein sönnunin þess efnis skal ósagt látið en nú upp úr miðjum janúar þá fór fram söngkeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Hljóðneminn, og þar var það Bergsveinn Ellertsson sem bar sigur úr býtum og hann rekur ættir sínar í Skagafjörð – eða í það minnsta föðurættina.
Meira

Glötuð byrjun reyndist Stólastúlkum dýrkeypt

Það mátti reikna með spennuleik þegar Stólastúlkur heimsóttu Hveragerði þar sem sameinað lið Hamars/Þórs beið eftir þeim. Leikurinn var mikilvægur báðum liðum, fyrir Tindastólsliðið í spennunni á toppnum en með sigri hefðu heimastúlkur náð að blanda sér í toppbaráttuna. Afleit byrjun í leiknum þýddi að Stólastúlkur voru allan leikinn að grafa sig upp úr þeirri holu en þrátt fyrir það voru þær hársbreidd frá því að ná í sigur. Tap þó staðreynd, lokatölur 80-76.
Meira

Meistarar Tindastóls spólandi á öllum

Það er ekki mikill meistarabragur á meisturum Tindastóls nú í upphafi árs. Síðastliðinn fimmtudag fóru strákarnir á Hlíðarenda Valsmanna í kjölfarið á þremur tapleikjum í deildinni. Það var því alveg tilefni til að snúa gömlu díselvélina í gang gegn toppliði Vals en þrátt fyrir góða byrjun í leiknum þá entist sá ágæti byr skammt og heimamenn fögnuðu sigri þrátt fyrir nokkur ágæt áhlaup Stolanna. Lokatölur 90-79.
Meira

Býr afskekkt í alfaraleið | Karólína í Hvammshlíð í viðtali

Karólínu í Hvammshlíð þarf nú varla að kynna fyrir fólki. Og þó, hún er vissulega fædd og uppalin í sveit í Þýskalandi þar sem nágrannar hennar áttu kind sem Karólína notaði eins og flestir notast við hesta. Það má því segja að Karólína sé fædd „dýrakona“ og þó uppruninn sé þýskur er hún íslenskari en margir Íslendingar. Nú er hún búin að búa lengur á Íslandi heldur en í Þýskalandi svo nú tölum við um hana sem Íslending. Eftir framhaldsskóla, þegar Karólóna var 19 ára gömul, nánar tiltekið árið 1989, kom hún fyrst til Íslands. „Þegar ég lenti í Keflavík voru engin göng eða neitt, maður kom bara strax undir beran himinn. Ég man ennþá þegar ég kom út úr flugvélinni, þetta loft, það var eins og tært vatn og ég vissi bara strax að þetta væri landið mitt og það hefur ekkert breyst. Ísland er landið mitt. Ég hef litla sem enga tengingu til Þýskalands lengur,“ segir Karólína.
Meira

Kynslóðaskipti á vélum og mönnum : Rætt við Pál Sighvatsson

Það eru framundan kynslóðaskipti við stjórnvölin á Vélaverkstæði KS þegar Páll Sighvatsson lætur af störfum eftir 35 ára starf. Hann segir sjálfur að „...þetta sé eins og með vélarnar, maður úreldist.“ Það vill einmitt svo skemmtilega til að um miðjan desember á síðasta ári tóku starfsmenn Vélaverkstæðis KS í notkun nýja fræsivél.
Meira

Áfram spáð fólksfækkun á Norðurlandi vestra | Mannfjöldaspá Byggðastofnunar

„Ekki er um eina niðurstöðu að ræða fyrir landsbyggðirnar enda um að ræða fjölbreytt og ólík svæði. Ef horft er á meðaltal mann-fjöldaspár Byggðastofnunar fyrir landshluta utan höfuðborgarsvæðisins er fjölgun nánast út spátímabilið fyrir Suðurland og Suðurnes. Á Vesturlandi, Austurlandi og Norðurlandi eystra er gert ráð fyrir fjölgun fram undir 2040 og síðan fækkun en fyrir Vestfirði og Norðurland vestra gerir spáin ráð fyrir fólksfækkun nánast allt spátímabilið,“ segir Sigurður Árnason, sérfræðingur á þróunarsviði hjá Byggðastofnun, þegar Feykir spyr hann út í mannfjöldaspá Byggðastofnunar sem verður að teljast nokkuð nöturleg og þá ekki hvað síst fyrir Norðurland vestra.
Meira

Gáfu HSN raförvunartæki í tilefni af 30 ára afmæli K-Taks

Ljóst er að margar stofnanir væru fátækar af tækjabúnaði ef ekki væri fyrir velvild félagasamtaka, einstaklinga og fyrirtækja þegar kemur að tækjakaupum. Á dögunum mætti Knútur Aadnegard í sjúkraþjálfun HSN á Sauðárkróki með höfðinglega gjöf frá fyrirtæki sínu K-Tak í tilefni 30 ára afmæli þess.
Meira

LightUp! 2024 er einstakur viðburður á Norðurlandi

„LightUp! 2024 er ljósalistahátíð sem verður haldin á Skagaströnd 27.-28. janúar nk. Við leggjum af stað í hrífandi ferð til að lýsa upp Skagaströnd,“ svarar Eva Guðbjartsdóttir, stjórnarformaður Nes og viðburðastjórnandi, þegar Feykir spyr hana út í hátíðina. „LightUp! verkefnið okkar miðar að því að umbreyta samfélaginu með því að sýna einstök listaverk sem nýta kraft ljóssins. Hæfileikaríkir listamenn eru valdnir til að taka þátt í þessum einstaka viðburði og nota þeir ýmsar aðferðir til að búa til yfirgripsmiklar ljósainn-setningar og vörpun sem mun sannarlega dáleiða,“ segir Eva.
Meira