Fréttir

Jordyn Rhodes best í Bestu deildinni í júní

Mogginn hefur til margra ára gefið knattspyrnumönnum einkunnir eftir leiki í efstu deildunum. Þannig fá þeir sem hafa staðið sig vel M en þeir sem hafa átt stjörnuleik fá MM – ekki þó M&M. Nú í júnímánuði var það hin geysisterka Jordyn Rhodes, bandaríski framherji Tindastóls, sem fékk flestu M-in í Bestu deild kvenna og telst því vera besti leikmaður deildarinnar á því tímabili samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins.
Meira

Á að banna komur skemmtiferðaskipa í Skagafjörð?

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins skreið inn Skagafjörð í þokudumbungi og norðangarra í morgun og hafði varpað akkerum um kaffileytið. Farþegar sem höfðu valið að stíga fæti á fasta jörð voru ferjaðir í land í smábátahöfninni á Króknum, vel dúðaðir og klárir í slaginn. Sumir stigu um borð í langferðabifreiðar og taka þátt í einhverjum ævintýrum í Skagafirði í dag en aðrir röltu í fjöruna eða um Krókinn.
Meira

Hólmfríður sér fyrir sér að framkvæmdir við háskólabyggingu á Sauðárkróki hefjist í haust

„Næsta mál sem er að mínu mati afar brýnt að tækla, svo Háskólinn á Hólum geti vaxið og dafnað, er að byggja upp state of the art kennslu- og rannsóknahúsnæði fyrir starfsemi skólans,“ sagði Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, í ávarpi við brautskráningarathöfn skólans snemma í júní. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Hólmfríði en hún sér fyrir sér að framkvæmdir við háskólabyggingu á Sauðárkróki, sem hýsa mun Fiskeldis- og fiskalíffræðideild, hefjist strax í haust.
Meira

Hekla - á Króknum í dag

Bílaumboðið Hekla verður á Króknum í dag, fimmtudaginn 4. júlí, fyrir utan Bílaverkstæði KS milli kl. 12 og 15. Þar getur fólk komið og reynsluekið nokkrar gerðir af bílum það er því um að gera að kíkja við.
Meira

Yfir tuttugu verkefni hlutu styrk úr Menningarsjóði KS

Þann 29. maí sl. kom saman stjórn Menningarsjóðs KS þar sem megin markmiðið var að úthluta úr sjóðnum. Þau verkefni sem voru valin voru flest skagfirsk en húnvetnsk voru þar einnig á meðal. Má segja að þetta sé eins konar viðurkenning fyrir það að gera lífið skemmtilegra og litríkara. Menningarsjóðurinn hefur í gegnum tíðina verið með tvær úthlutanir á ári, annars vegar að vori og hins vegar um jól og var 21 verkefni úthlutað styrk í þetta skiptið. Í stjórn sjóðsins sitja Bjarni Maronsson, formaður, Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, Einar Gíslason, Efemía Björnsdóttir og Inga Valdís Tómasdóttir.
Meira

Húnvetningar og Ólsarar deildu stigunum

Það var hart tekist á á Blönduósvelli í gær þegar lið Kormáks/Hvatar tók á móti einu af toppliðum 2. deildarinnar, Víkingi Ólafsvík, sem ekki fyrir margt löngu léku listir sínar í efstu deild Íslandsmótsins. Gestirnir náðu forystunni rétt fyrir hlé en heimamenn jöfnuðu þegar langt var liðið á leikinn. Lokatölur því 1-1.
Meira

Hjólið góða hefur verið formlega afhent

Nú í hádeginu afhenti Ásta Ólöf Jónsdóttir fötluðum í Skagafirði forláta hjól með hjólastólarampi við athöfn sem fram fór við húsakynni Iðju-hæfingar á Sauðárkróki og í kjölfarið var hjólið vígt. Það var þann 14. febrúar á þessu ári sem Ásta Ólö, áhugamaður um velferð fatlaðra, sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis að hún væri búin að hrinda af stað söfnun fyrir hjóli með hjólastólarampi. Hjólið sem varð fyrir valinu er þannig búið að hægt er að festa hjólastól framan á það og hjóla svo með viðkomandi um allar trissur.
Meira

Húnavakan nálgast óðfluga

Þær gerast ekki mikið glæsilegri bæjarhátíðirnar en Húnavakan á Blönduósi. Hún verður haldin dagana 17.-21. júlí og það er næsta víst að sólin verður í Húnabyggð – hvernig svo sem viðrar – sem og Stjórnin. Það er farið að kynda eftirvæntingarbálið á netinu og ekki annað að sjá en að dagskráin verði meiriháttar í ár.
Meira

Stefanía, Amelía og Súsanna kepptu á Meistaramóti Íslands 15-22 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 15-22 ára fór fram helgina 21. – 23. júní á Selfossi. Tindastóll átti þrjá keppendur á mótinu sem kepptu undir merkjum UMSS og stóðu sig með sóma.
Meira

Vasaúri og úrfesti stolið frá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ

Í tilkynningu á Facebooksíðu Byggðasafnsins segir að mannskepnan getur verið ólíkindatól. Starfsfólk safnsins hefur af og til orðið vart við að munir hverfi úr sýningu, að þeir séu teknir ófrjálsri hendi. Á undanförnum árum hafa m.a. horfið reiðsokkar (háleistar) og tóbaksponta, svo eitthvað sé nefnt. Steininn tók þó úr á dögunum þegar vasaúri með úrfesti var stolið úr lokuðu sýningarborði, sem fram að þessu hefur þótt tryggur geymslustaður, en til að stela slíkum grip þarf einbeittan brotavilja.
Meira