Jordyn Rhodes best í Bestu deildinni í júní
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
04.07.2024
kl. 15.35
Mogginn hefur til margra ára gefið knattspyrnumönnum einkunnir eftir leiki í efstu deildunum. Þannig fá þeir sem hafa staðið sig vel M en þeir sem hafa átt stjörnuleik fá MM – ekki þó M&M. Nú í júnímánuði var það hin geysisterka Jordyn Rhodes, bandaríski framherji Tindastóls, sem fékk flestu M-in í Bestu deild kvenna og telst því vera besti leikmaður deildarinnar á því tímabili samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins.
Meira