Séra Aldís Rut ráðin prestur við Grafarvogsprestakall

Séra Aldis Rut Gísladóttir. MYND AF KIRKJAN.IS
Séra Aldis Rut Gísladóttir. MYND AF KIRKJAN.IS

Skagfirðingurinn séra Aldís Rut Gísladóttir, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, hefur verið ráðin prestur við Grafarvogskirkjuprestakall í Reykjavík. Í frétt á Vísir.is segir að prestakallið hafi þarnast nýs prests frá og með 1. ágúst, en þá verður fyrri prestur sóknarinnar, séra Guðrún Karls Helgudóttir, vígð til embættis biskups Íslands.

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti til þjónustu við Grafarvogsprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Sóknarmörk Grafarvogssóknar eru Elliðaár að vestan, Vesturlandsvegur að sunnan að borgarmörkum við Blikastaði. Í Grafarvogssókn er ein sóknarkirkja, Grafarvogskirkja og Kirkjusel í Borgum í Spöng. Það var valnefnd sem valdi sr. Aldísi Rut til starfsins.

Hún fæddist á Sauðárkróki 5. febrúar 1989 en alin upp í Glaumbæ í Skagafirði, yngst fjögurra systkina og dóttir sr. Gísla Gunnarssonar vígslubiskups á Hólum og Þuríðar Kristjönu Þorbergsdóttur, sjúkraliða.

Aldís Rut lauk mag. theol prófi frá Háskóla Íslands árið 2017 og útskrifaðist með ágætiseinkunn. Sama ár lauk hún yogakennaranámi. Auk þess er Aldís Rut með diplómagráðu í sálgæslu sem og mastersgráðu í guðfræð og hóf nám í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf árið 2021.

Sjá nánar á Vísir.is >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir