Fréttir

Bilun í símkerfi 112

Bilun er í símkerfi Neyðarlínunnar, eins og staðan er núna, ásamt netspjallinu þeirra. Verið er að vinna í að finna út hvað veldur þessari bilun og er fólki bent á að hringja aðeins í ítrustu neyð í eftirfarandi símanúmer, 864-0112, 849-5320 eða 831-1644.
Meira

Hvað VG hefur gert í loftslagsmálum?

Kópernikusar miðstöðin - loftslagsmiðstöð Evrópusambandsins gaf á dögunum út frétt um ástand lofthjúpsins árið 2023. Skemmst er frá því að segja að árið var það hlýjasta frá upphafi mælinga og mældist meðalhiti jarðar 1.48°C umfram meðaltals hitastigs jarðar fyrir iðnbyltingu. Þessar fréttir koma því miður ekki á óvart og segja okkur að þrátt fyrir fögur fyrirheit þjóða heims, sem síðast ályktuðu á COP28 í Dubaí í desember, ganga aðgerðir til að draga úr loftslagsbreytingum af mannavöldum allt of hægt. Of lítið er að gert til að koma í veg fyrir það mikla tjón sem viðbúið er að verði á öllu lífhvolfinu ef fram fer sem horfir.
Meira

Íbúum á Norðurlandi vestra fækkar á milli ára

Á huni.is segir að samkvæmt tölum frá Þjóðskrá um íbúafjölda sveitarfélaga 1. febrúar síðastliðinn er Norðurland vestra nú fámennasti landshluti Íslands. Vestfirðir hafa áður verið fámennasti landshlutinn en nú eru Vestfirðingar orðnir fjölmennari en íbúar á Norðurlandi vestra. Munurinn er ekki mikill en á tímabilinu 1. desember 2023 til 1. febrúar 2024 fjölgaði íbúum Vestfjarða um 32 en á Norðurlandi vestra fækkaði íbúum um 13. Vestfirðingar eru nú 7.509 talsins en íbúar á Norðurlandi vestra 7.488 talsins, munurinn er 21 íbúi. Íbúum fækkar í öllum sveitarfélögum Húnavatnssýslna en fjölgar í Skagafirði.
Meira

Birnir og Emilía vinsælustu eiginnöfnin árið 2023

Á heimsíðu Þjóðskrár segir að Birnir hafi verið vinsælasta fyrsta eiginnafnið meðal nýfæddra drengja á síðasta ári en 30 drengjum var gefið nafnið Birnir, næst vinsælustu nöfnin voru Emil, Elmar og Jón. Emilía var vinsælasta nafnið meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn, en 23 stúlkum var gefið nafnið Emilía, þar á eftir voru nöfnin Sara, Sóley, Embla og Aþena.
Meira

Kvenfélagið Iðja í Húnaþingi vestra gefur vaxbað

Fulltrúar frá Kvenfélaginu Iðju í Húnaþingi vestra komu færandi hendi sl. mánudag í föndurstarf sem sveitarfélagið heldur úti fyrir bæði eldri borgara og öryrkja í Nestúni 4-6 á Hvammstanga á mánudögum og fimmtudögum milli kl. 15-18. Gjöfin sem Kvenfélagið gaf er vaxbað sem er gjarnan notað fyrir þreyttar og stirðar hendur og hentar því sérstaklega vel fyrir handavinnufólk. Höndunum er dýft í heitt vaxið og það látið vera á höndum í 15-20 mínútur. Þessi paraffin-vaxmeðferð er talin hafa verkjastillandi áhrif ásamt því að gefa húðinni aukinn raka og mýkt.
Meira

1-1-2 dagurinn í Húnaþingi vestra

Eins og einhverjir hafa tekið eftir þá er 112 dagurinn nk. sunnudag, 11. febrúar, og verður dagurinn haldinn hátíðlegur um allt land. Af því tilefni ætla viðbragðsaðilar í Húnaþingi vestra að efna til hópaksturs um Hvammstanga. Allir fá að fara með í bílana meðan pláss leyfir og verður lagt af stað í hópaksturinn frá Húnabúð - slökkvistöð kl. 16:00.
Meira

Heita vatnið að verða búið á Króknum - ákall til íbúa að spara eins og hægt er

Í morgun þegar blaðamaður staulaðist út var -17 stiga frost úti og samkvæmt veðurspánni átti þetta að verða kaldasti dagurinn. Þegar svona kuldatíðir hafa verið í vetur hafa Skagafjarðaveitur gert allt, í samvinnu við bæði fyrirtæki og Sveitarfélagið, t.d. með að hætta að hita upp sundlaugar í friðinum, til að halda heitavatnsbirgðunum í sæmilegu standi. Það er nefnilega nokkuð ljóst að íbúar hækka hitann á ofnunum þegar kalt er í veðri. Staðan í morgun var hins vegar ekki góð þegar birgðirnar voru skoðaðar og er nú ákall til íbúa Skagafjarðar að skoða í eigin barm og spara heita vatnið eins og hægt er. Ef notkunin heldur áfram eins og hún hefur verið verður staðan alls ekki góð og líklegt að heita vatnið klárist innan nokkurra klukkutíma.   
Meira

Samanburður á orkukostnaði heimila árið 2023

Á heimasíðu Byggðastofnunar segir að líkt og undanfarin ár hefur stofnunin fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað á ársgrundvelli, við raforkunotkun og húshitun á sömu fasteigninni, á flestum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli. Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m² að grunnfleti og 350m³. Almenn raforkunotkun er sú raforka sem er notuð í annað en að hita upp húsnæði, s.s. ljós og heimilistæki, en miðað er við 4.500 kWst í almennri rafmagnsnotkun og 28.400 kWst við húshitun án varmadælu en 14.200 kWst með varmadælu.
Meira

Kaupfélag Skagfirðinga og Steinull hf. fengu úthlutað úr flutningsjöfnunarsjóði

Í skýrslu sem gefin var út af innviðaráðherra um framkvæmd svæðisbundinnar flutningsjöfnunar á árinu 2023 segir að þetta sé í ellefta skipti sem styrkir af þessu tagi séu veittir. Úthlutað hafi verið 164,4 milljónum kr. af þeim 166,6 m.kr. sem heimild hafi verið fyrir en alls fengu 86 umsækjendur styrk og var heildarfjárhæð samþykktra styrkumsókna 300,9 m.kr. og því útgreiðsluhlutfallið 54,6%.
Meira

Fjölskyldufjör á 1-1-2 deginum

Í tilefni 1-1-2 dagsins ætlar Björgunarsveitin Skagfirðingasveit að hafa opið hús með fjölskyldustemningu á laugardaginn 10.febrúar frà kl.13-16 að Borgarröst 1 á Sauðárkróki. Öll tæki verða sett út à plan og inni verða settar upp stöðvar þar sem fjölskyldan getur spreytt sig í alls konar leikjum/þrautum, litað og fleira og að lokum (nú eða á undan) keypt sér kaffi, djús og vöfflur.
Meira