Fréttir

Gwen og Bergljót áfram með Stólastúlkum

Undirskriftapenni knattspyrnudeildar Tindastóls er eins og ofurjójó þessa dagana og enn bætist í Bestu deildar hóp Stólastúlkna. Þau ánægjulegu tíðindi voru kynnt í kvöld að hin þýska Gwen Mummert hafi ákveðið að endurnýjar kynni sín við Tindastól og hefur skrifað undir samning fyrir komandi tímabil. Sömuleiðis hefur Bergljót Ásta Pétursdóttir ákveðið að vera áfram með liði Tindastóls.
Meira

Hópur fólks stóð vaktina á Mannamótum

Það var vaskur hópur ferðaþjóna frá 18 fyrirtækjum af Norðurlandi vestra, sem stóð vaktina á Mannamótum landshlutana í Kórnum í Kópavogi í síðustu viku. Mannamót er ferðakaupstefna, vettvangur fyrir ferðaþjónustufyrirtæki af landsbyggðinni að koma saman og kynna vörur sínar og vöruframboð fyrir fulltrúum ferðaskrifstofa sem flestar eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Feykir heyrði í Freyju Rut Emilsdóttur framkvæmdastjóra 1238: The Battle Of Iceland á Sauðárkróki sem var einmitt stödd á Mannamótum.
Meira

Stólarnir flugu áfram í VÍS bikarnum

Tindastóll og KR mættust í átta liða úrslitum VÍS bikarsins í Síkinu í kvöld. Vesturbæingar leika nú í 1. deild en bikarleikir vilja stundum bjóða upp á óvænt úrsli. Og þó KR-ingar hafi náð að hleypa spennu í leikinn í síðari hálfleik þá höfðu þeir aldrei forystu í leiknum og Stólarnir spýttu í lófana í fjórða leikhluta og unnu að lokum öruggan sigur. Lokatölur 83-60.
Meira

Tindastólsliðið á toppinn eftir þægilega stund í Síkinu

Kvennalið Tindastóls í 1. deildinni í körfubolta spilaði í gærdag gegn stigalausu liði ÍR og skellti sér upp að hlið KR og Ármanns á toppi deildarinnar. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 19-3 fyrir Stólastúlkur og það væri synd að segja að leikurinn hafi á nokkrum tíma verið spennandi. Niðurstaðan því góður sigur og lokatölur 90-31.
Meira

María Dögg og Lilla semja við Tindastól

Knattspyrnudeild Tindastóls heldur áfram að festa heimastúlkur á samning og er það vel. Nú undir lok vikunnar var tilkynnt um að Sigríður Hrafnhildur Stefánsdóttir (Lilla) og María Dögg Jóhannesdóttir væru búnar að setja nafnið sitt á svörtu línuna.
Meira

73 umsóknir hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsti í september eftir umsóknum á sviði menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar fyrir árið 2024, með umsóknarfresti til 1. nóvember. Í frétt á vef SSNV segir að alls hafi borist 103 umsóknir þar sem óskað var eftir 221 milljón króna, en til úthlutunar úr sjóðnum fyrir 2024 voru rúmar 79 milljónir króna.
Meira

Eigum mikið inni - segir Pavel

„Ég var mjög ánægður með bróðurpartinn af leiknum. Liðið var að spila jafn vel og ég hef séð í vetur,“ sagði Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls, þegar Feykir spurði hvort hann hefði verið ánægður með leik sinna manna í tapinu gegn Grindavík. „En svo fór allt í skrúfuna og við frusum algjörlega,“ bætti hann við.
Meira

Örn og Hildur taka við rekstri Hótel Blönduóss

Hótel Blönduós var opnað að nýju eftir gagngerar breytingar síðastliðið vor. InfoCapital ehf., fjárfestingafélag í eigu Reynis Grétarssonar og viðskiptafélaga, hefur frá haustinu 2022 staðið að uppbyggingu í gamla bænum á Blönduósi. Nú þegar sér fyrir endann á framkvæmdunum hefur verið ákveðið að eigendur og rekstraraðilar Hótels Laugarbakka taki að sér rekstur Hótels Blönduóss og annarra eigna sem eru hluti af verkefninu.
Meira

Háskólasamstæða fýsilegasti kosturinn

Á heimasíðu Háskólans á Hólum segir að undanfarna mánuði hafi stýrihópur, skipaður fulltrúum Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum, unnið að því að meta fýsilega kosti um aukið samstarf eða sameiningu háskólanna tveggja. Fram kemur að í því skyni hafi fjórar mögulegar útfærslur verið greindar varðandi aukið samstarf eða sameiningu: Aukið formlegt samstarf, óbreytt samstarf, sameining að fullu og ný háskólasamstæða.
Meira

Hamfarapoppi fylgt eftir með útgáfutónleikum í byrjun apríl

Í lok árs 2023 gaf hljómsveitin Úlfur Úlfur, sem Króksararnir Arnar Freyr Frostason og Helgi Sæmundur Guðmundsson skipa, út sína fjórðu plötu, Hamfarapopp. Nú styttist í að piltarnir fagni útgáfunni með útgáfutónleikum en þeir verða föstudaginn 5. apríl í Gamla Bíó í Reykjavík og er lofað mikilli hátíð.
Meira