Fréttir

Ánægja með niðurstöðu sameiningarkosninganna

„Við erum ótrúlega ánægð með niðurstöðuna og að hún hafi verið svona afgerandi. Það er mikil vinna sem liggur að baki en verkefnið samt rétt hafið. Við förum bjartsýn inn í framtíðina í sameinuðu sveitarfélagi og við hlökkum til að takast á við þetta nýja og spennandi verkefni,“ sagði Pétur Bergþór Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, þegar Feykir leitaði viðbragða hjá honum við niðurstöðu sameiningarkosninga Húnabyggðar og Skagabyggðar en úrslit voru kunngjörð síðastliðið laugardagskvöld.
Meira

Northern Seafood stefnir á að rækta krækling í Hrútafirði, Miðfirði og Skagafirði

Einkahlutafélagið Northlight Seafood vilji hefja skelræktun í tilraunaskyni í Hrútafirði, í Miðfirði og sömuleiðis í Skagafirði og hefur sótt um tímabundið leyfi til MAST til að kanna hvort svæðin henti til slíkrar ræktunar.
Meira

Basile skilar sínu án þess að taka neitt frá öðrum í liðinu

„Basile hefur þann eiginleika að vera góður leikmaður án þess að hafa sig of mikið frammi. Hann skilar sínu án þess að taka neitt frá öðrum í liðinu. Þess vegna elska menn að spila með honum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Tindastóls, þegar Feykir spurði hann hvað Dedrick Deon Basile færði liði Tindastóls en í dag var sagt frá því að þessi frábæri leikmaður væri genginn til liðs við Stólana.
Meira

Skagabyggð hlýtur styrk frá Vegagerðinni

Á vef Skagabyggðar segir að Vegagerðin hafi samþykkt að veita styrk til vegagerðar af liðnum Styrkvegir í vegáætlun árið 2024 til verkefnisins "Styrkvegir í Skagabyggð" að upphæð kr. 3.000.000 og er styrkþegi Skagabyggð.
Meira

Basile tekur slaginn með Stólunum næsta vetur

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við bandaríska leikstjórnandann Dedrick Deon Basile um að spila með félaginu á næsta tímabili. Í fréttatilkynningu frá Stólunum segist kappinn vera mjög glaður með að ganga til liðs við Tindastól. „Ég hef spilað gegn liðinu síðustu þrjú ár í úrslitakeppninni og ég get ekki beðið eftir því að fá Tindastólsaðdáendur loksins til að hvetja mig áfram!“
Meira

Byggðastofnun styður nýliðun í landbúnaði

Byggðastofnun hefur fjármagnað nýliðun á 30 búum síðastliðin þrjú ár með sérstökum lánaflokki til nýliðunar í landbúnaði, en blómleg byggð um land allt byggir að stóru leyti á öflugum landbúnaði.
Meira

Opnunarhóf og málþing á Skagaströnd á laugardaginn

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra býður til opnunarhófs Gagnagrunns sáttanefndabóka og málþings um störf sáttanefnda á Íslandi í húsakynnum sínum á Skagaströnd laugardaginn 29. júní. Setrið hefur frá árinu 2019, í samstarfi við Þjóðskjalasafn Íslands og Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, unnið að gerð opins veflægs gagnagrunns yfir allar varðveittar sáttabækur frá stofnun sáttanefnda hér á landi árið 1798 til ársins 1936.
Meira

Nesi vann Hard Wok háforgjafarmótið sem fram fór í gær

Þriðja Hard Wok háforgjafarmót sumarsins fór fram í gær í frábæru golfveðir. Skorið í þessu móti sem og hinum tveimur var frábært og margir að spila virkilega vel. Háforgjafarmót er 9 holu mót fyrir þá kylfinga sem eru með háa forgjöf eða frá 30 og upp í 54. Þeir sem eru með lægri en 30 get að sjálfsögðu verið með en geta ekki unnið til verðlauna. 
Meira

Nýtt og betra fyrirkomulag grásleppuveiða | Teitur Björn Einarsson skrifar

Alþingi samþykkti nýverið frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um breytt fyrirkomulag veiðistjórnunar á grásleppu. Það er fagnaðarefni að þingheimur skuli loksins hafa afgreitt og leitt í lög þetta framfaraskref við veiðar á grásleppu en frumvörp sama efnis höfðu áður verið lögð fram á síðustu þingum en ekki náðst samstaða um að klára málið fyrr en nú.
Meira

Námskeið í „No dig/No till“ aðferð í ræktun í Víðihlíð í Húnaþingi vestra þann 1. júlí

Hjónin Þórunn MJH Ólafsdóttir og Haraldur Guðjónsson hafa stundað öfluga hvítlauksræktun að Neðri-Brekku í Dalabyggð í nokkur ár en nú vilja þau deila reynslu sinni með áhugasömum á námskeiði sem haldið verður í Víðihlíð, Húnaþingi vestra, mánudaginn 1. júlí kl. 16:00. Þau eru frumkvöðlar í svokallaðri „No dig/No till“ aðferð í ræktun hérlendis og hafa kynnt sér aðferðafræðina bæði í orði og á borði. Aðferðin er einnig kennd við „lagsagna“ en þar sér náttúran sjálf um ræktunarvinnuna í hverju lagi fyrir sig. Enginn aðgangseyrir er á námskeiðið og eru áhugasamir beðnir um að skrá sig á netfangið  hlediss@gmail.com eða skrá sig á viðkomandi viðburð á facebook. 
Meira