Fréttir

UMSS með þrjá fulltrúa á Reykavíkurleikunum

UMSS er með þrjá fulltrúa á  Reykjavík International í frjálsum. Reykjavíkurleikarnir eru haldnir til að auka samkeppnishæfni íslenskra íþróttamanna og draga úr ferðakostnaði þeirra með því að búa til einstakan alþjóðlegan viðburð í Reykjavík sem dregur til sín sterka erlenda keppendur. Íþróttamenn þurfa að ná árangri á tímabilinu 1. okt. 2023 – 30. jan 2024 til að komast inn á topplistann.
Meira

Sigur í gær

Með hækkandi sól og nýjum mánuði var langþráður sigurleikur hjá Tindastól í Subwaydeildinni í gærkvöldi. Breiðablik heimsótti Síkið og bauð uppá hörku leik.
Meira

Opið fyrir umsóknir í Byggðarannsóknasjóð

Byggðastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Byggðarannsóknasjóði. Tilgangur sjóðsins er að efla byggðarannsóknir og veita styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem stuðlað geta að jákvæðri byggðaþróun og bæta þekkingargrunn fyrir stefnumótun, áætlanagerð og aðgerðir á sviði byggðamála. Umsóknarfrestur er til miðnættis 3. mars 2024.
Meira

„See the good“ Sjáðu það góða

Árskóli fékk góða heimsókn frá Finnlandi nýverið þegar þær stöllur Kaisa og Elina kynntu fyrir öllu starfsfólki Árskóla aðferðafræðina “See the good” en hún gengur út á að vinna með styrkleika nemenda í anda jákvæðrar sálfræði.
Meira

Aðkomuæfingar slökkviliðs Hvammstanga

Á vef Húnaþings vestra kemur fram að íbúar Hvammstanga munu einhverjir verða varir við æfingar slökkviliðs frá kl 17:00 – 21:00 í dag við Meleyri, félagsheimilið og Sláturhúsið.
Meira

Þvílík tíðindi úr Síkinu

Á Facebooksíðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að samið hafi verið við bandaríska leikmanninn Keyshawn Woods um að leika með liðinu það sem eftir er af leiktíð vetrarins. Það þarf vart að kynna Keyshawn Woods fyrir stuðningsmönnum Tindastóls.
Meira

Partýljón í Sæmundarhlíð

Sonja Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir og Sigurjón Leó Vilhjálmsson eru Skagfirðingar sem búa ásamt þremur börnum sínum á Ljónsstöðum í Sæmundarhlíð. Þau eru hjónin á bak við nýtt fyrirtæki sem heitir því skemmtilega nafni Partýljón. Sigurjón vinnur sem smiður og Sonja er í fæðingarorlofi eins og er. En eins og nafnið á nýja fyrirtækinu gefur til kynna er hér um að ræða eitthvað meira en mjög spennandi. Hver elskar ekki gott partý?
Meira

Lesendur Húnahornsins völdu Karólínu

Lesendur Húnahornsins hafa valið Karólínu Elísabetardóttur sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2023. Þetta er í annað sinn sem Karólína hlýtur þessa nafnbót því lesendur Húnahornsins völdu hana einnig mann ársins 2021. 
Meira

Styrkir úr Safnasjóði

Úthlutun úr safnasjóði fór fram í Safnahúsinu við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni þar sem styrkþegar tóku á móti viðurkenningarskjölum. Úthlutunarboð safnaráðs fór fram í kjölfar ársfundar höfuðsafnanna þriggja; Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands og Náttúruminjasafns Íslands í í fyrirlestrasal Safnahússins við Hverfisgötu.
Meira

Þekkir þú einhvern sem á skilið Landstólpann?

Landstólpinn er samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar sem veitt er árlega á ársfundi þeirra. Um er að ræða hvatningarverðlaun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar, byggðaþróunar, atvinnuþróunar, sjálfbærni eða menningar.
Meira