Úthlutun aflamarks Byggðastofnunar – sértæki byggðakvótinn kjölfesta samfélagsins

Stjórn Byggðastofnunar kom saman til fundar í höfuðstöðvum stofnunarinnar á Sauðárkróki síðastliðinn miðvikudag 25. júní. Verkefni stjórnar á fundinum var m.a. úthlutun sértæks byggðakvóta samkvæmt 10. gr. a. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 sem gengið hefur undir heitinu Aflamark Byggðastofnunar. Alls barst 21 umsókn um Aflamark Byggðastofnunar sem auglýst var í maí. Í byggðarlögunum Þingeyri, Suðureyri, Drangsnesi, Hólmavík, Hrísey, Borgarfirði eystra, Breiðdalsvík og Djúpavogi barst ein umsókn á hverjum stað. Tvær umsóknir bárust vegna byggðarlaganna Raufarhafnar og Bakkafjarðar, þrjár vegna Tálknafjarðar og sex vegna Grímseyjar.

Á fundinum ákvað stjórn að fela forstjóra að ganga til samninga við umsækjendur um nýtingu Aflamarks Byggðastofnunar á Þingeyri, Suðureyri, Hólmavík, Hrísey, Breiðdalsvík, Raufarhöfn og Djúpavogi en úthlutun var frestað til annarra byggðarlaga vegna frekari gagnaöflunar.

Í nýlegu viðtali við Austurgluggann/Austurfrétt sagði Elís Pétur Elísson, athafna- og útgerðamaður á Breiðdalsvík að sértæki byggðakvótinn – Aflamark Byggðastofnunar – tryggði 25 heilsársstörf sem aftur tryggðu þjónustu og afþreyingu á staðnum.

Elís Pétur segir ótvírætt að tilkoma sértæka byggðakvótans hafi átt þátt í að efla byggðina. “Áþreifanlegasti ávinningurinn af kvótanum er í samfélaginu. Húsnæðisverðið hefur örugglega fimmfaldast á þessum tíma. Fólk er farið að kaupa hús, 3 hafa verið byggð og það er horft til að byggja fleiri. Fólk fjárfestir í fasteignum hér því það sér framtíð í staðnum.”

(Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir