Fréttir

„Veturinn verið einstaklega hliðhollur okkur,“ segir Friðrik Þór

„Framkvæmdir ganga betur en bestu áætlanir gerðu ráð fyrir enda hefur veturinn verið einstaklega hliðhollur okkur til byggingarframkvæmda,“ sagði Friðrik Þór Ólafsson, einn af eigendum Friðriks Jónssonar ehf. byggingaverktaka, þegar Feykir forvitnaðist um framkvæmdir við nýbyggingu á Barnaskólareitnum við Ránargötu á Sauðárkróki. „Þar að auki eru strákarnir hjá okkur alveg grjótharðir að láta hlutina gerast hratt og mikið gerst frá því að framkvæmdir hófust 3. október. Eins og staðan er núna er búið að loka húsinu, koma hita á það og innanhúsframkvæmdir að hefjast,“ segir Friðrik hæstánægður.
Meira

Verður ekki keppt í parís í París? | Leiðari 03/24

Íþróttir hafa merkilega mikil áhrif á líf okkar mannfólksins. Kannski ekki allra en ótrúlega margra. Okkur dreymir um sigra, vera partur af hópi, fjölskyldu, þar sem draumarnir rætast. Þeir sem þykjast ekki láta íþróttir hafa áhrif á líf sitt prísa sig sæla, hlæja jafnvel að þeim sem ganga dauflega til móts við nýja viku eftir erfiða helgi í boltanum, langstökki án atrennu eða pílu. Þeir eru ekki alveg að fatta þetta....
Meira

„Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýn!“

Á síðasta ári urðu tveir leikmanna kvennaliðs Tindastóls fyrir því að elta leiðinlegasta tískufyrirbærið í fótboltanum; krossbandsslit. Fyrst var það Kristrún María Magnúsdóttir sem lenti í þessum óskunda á slitinni gervimottunni í Boganum á Akureyri og síðan lenti Bergljót Ásta Pétursdóttir í þessum hremmingum í Garðabænum um mitt síðasta sumar. Krossbandsslit eru með ólíkindum algeng í kvennaboltanum og óskaplega erfið meiðsli með langri endurhæfingu. Það þarf bein í nefinu til að ganga í gegnum þetta ferli.
Meira

Íbúðalóðir til úthlutnar á Hofsósi

Á heimasíðu Skagafjarðar eru auglýsir skipulagsnefnd lausar lóðir til úthlutunar á Hofsósi. Um eru að ræða einbýlishúsa,raðhúsa og parhúsalóðir. Lóðirnar eru auglýstar frá og með 24. janúar til og með 9. febrúar 2024. 
Meira

Drenglyndi í knattspyrnuheimum

Í tilkynningur á Facebook-síðu Knattspyrnudeildar Tindastóls var greint frá því í dag að stjórn knattspyrnudeildar, ásamt stjórn barna & unglingaráðs Tindastóls, hafi haft samband við Hauk Einarsson, formann knattspyrnudeildar Grindavíkur, og tilkynnt honum að knattspyrnudeildin muni fella niður mótsgjöld á fótboltamótum sem hún mun halda í sumar fyrir iðkendur Grindavíkur.
Meira

Ástandið í umdæminu almennt gott

Lögreglan á Norðurland vestra hefur sent frá sér afbrotatölfræði síðasta árs og borið saman við árin 2022 og 2021. Í fyrra voru skráð 2.099 brot en það er rúmlega 15% aukning frá því árið 2022, eða 322 fleiri brot, en árið þar á undan var fjöldinn svipaður og í fyrra, eða 2026. Umferðarlagabrot eru stærsti brotaflokkurinn hjá embættinu.
Meira

Níu styrkir úr Íþróttasjóði til verkefna á Norðurlandi vestra

Í síðustu viku úthlutaði Íþróttanefnd tæpum 28 milljónum úr Íþróttasjóði til 74 verkefna fyrir árið 2024 en alls bárust nefndinni umsóknir um styrki í 179 verkefni. Alls hlutu níu verkefni á Norðurlandi vestra styrki en hæsti styrkurinn á svæðinu kom í hlut sunddeildar Tindastóls í verkefnið Orkuboltar og vellíðan sem er ætlað börnum með sérþarfir.
Meira

Fólk hvatt til að taka þátt í garðfuglatalningu um helgina

Húnahornið segir frá því að árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar. Að þessu sinni verður Garðfuglahelgin 26.-29. janúar. Í tilkynningu frá Fuglavernd segir að gott sé að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla.
Meira

Grundfirðingar reisa iðnaðarhúsnæði á Króknum

Á horni Hegrabrautar og Strandgötu á Sauðárkróki er verið að reisa þúsund fermetra iðnaðarhúsnæði. Því er skipt í tíu bil og er hvert bil 100 m2. Það er Vélsmiðja Grundarfjarðar sem byggir og tjáði talsmaður fyrirtækisins, Þórður Magg, Feyki að öll rýmin væru þegar seld og eftirspurn meira en framboð.
Meira

Gwen og Bergljót áfram með Stólastúlkum

Undirskriftapenni knattspyrnudeildar Tindastóls er eins og ofurjójó þessa dagana og enn bætist í Bestu deildar hóp Stólastúlkna. Þau ánægjulegu tíðindi voru kynnt í kvöld að hin þýska Gwen Mummert hafi ákveðið að endurnýjar kynni sín við Tindastól og hefur skrifað undir samning fyrir komandi tímabil. Sömuleiðis hefur Bergljót Ásta Pétursdóttir ákveðið að vera áfram með liði Tindastóls.
Meira