Tindastóll kærir brot leikmanns FH til KSÍ
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
28.06.2024
kl. 12.10
Brotið var gróflega á Bryndís Rut Haraldsdóttur, fyrirliða Tindastóls, í leik liðsins gegn FH í Bestu deildinni nú á miðvikudagskvöldið. Breukelen Woodward, leikmaður FH, gaf Bryndísi þá olnbogaskot í andlitið eftir hornspyrnu en boltinn var víðs fjarri. Atvikið náðist á myndband og ekki gott að sjá hvað leikmanninum gekk til annað en að meiða. Tindastóll hefur nú kært brotið til KSÍ.
Meira