Rabarbarahátíðin í gamla bænum á Blönduósi er á morgun
Á morgun, laugardag, hefst Rabarbarahátíðin í gamla bænum á Blönduósi en hátíðin byrjar á samhjóli frá gamla bænum kl. 9:00 og er hjólað í kringum Svínavatn. Þá mun reiðhjólaverslunin Örninn vera á svæðinu og setja upp fyrir hjólastillingar og sölusýningu. Þegar duglega fólkið er farið í langt samhjól verður yngri krökkunum boðið í samhjól út að Húnaskóla þar sem verður sett upp skemmtileg þrautabraut. Dagskrá Rabarbarahátíðarinnar heldur svo áfram frá kl. 12:00 en þá er móttaka rabarbararétta í uppskriftarkeppninni. Friðrik Halldór verður á svæðinu og sér um að spila létta tóna og auðvitað á hann eftir að taka rabarbaralagið.
Hér fyrir neðan er hægt að skoða nánari dagskrá á hátíðinni. https://www.facebook.com/events/815666913340528/
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.