Stólarnir komnir í tryllta toppbaráttu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
09.07.2024
kl. 09.00
Tindastóll og Skallagrímur mættust öðru sinni á fimm dögum í gærkvöldi en þá var loks spilaður margfrestaði leikurinn sem fara átti fram í byrjun tímabils. Leikurinn skipti bæði lið miklu; Tindastólsmenn vildu blanda sér almennilega í toppslaginn en gestirnir koma sér upp af botninum. Það voru Stólarnir sem urðu ofan á í leiknum án þess að eiga neinn stórleik, voru klárlega sterkari aðilinn og unnu nokkuð öruggan 2-0 sigur.
Meira