Jordyn Rhodes best í Bestu deildinni í júní

Að loknum tíu umferðum var Jordyn (t.h.) með níu M en Monica 8. MYNDIR: DAVÍÐ MÁR
Að loknum tíu umferðum var Jordyn (t.h.) með níu M en Monica 8. MYNDIR: DAVÍÐ MÁR

Mogginn hefur til margra ára gefið knattspyrnumönnum einkunnir eftir leiki í efstu deildunum. Þannig fá þeir sem hafa staðið sig vel M en þeir sem hafa átt stjörnuleik fá MM – ekki þó M&M. Nú í júnímánuði var það hin geysisterka Jordyn Rhodes, bandaríski framherji Tindastóls, sem fékk flestu M-in í Bestu deild kvenna og telst því vera besti leikmaður deildarinnar á því tímabili samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins. Þess má geta að Jordyn er búin að gera sex mörk í Bestu deildinni það sem af er sumri.

Jor­dyn fékk fimm M í fjór­um leikj­um Stólstúlkna í deild­inni í júní en hún hafði áður fengið fjög­ur M í fyrstu sex leikj­um Tinda­stóls. Það dugði til þess að hún komst í hóp vara­manna úr­valsliðs Morg­un­blaðsins fyr­ir apríl og maí. Í heild­ina var Jordyn efst af leikmönn­um Tinda­stóls í ein­kunna­gjöf­inni eft­ir tíu um­ferðir með sam­tals 9 M.

Aðeins tveir leik­menn í Bestu deild kvenna voru ofar en Jordyn í ein­kunna­gjöf­inni að tíu um­ferðum lokn­um. Það eru Sandra María Jessen úr Þór/​KA með 11 M sam­tals og Amanda Andra­dótt­ir úr Val með 10 M.

Jöfn Jordyn með 9 M sam­an­lagt var Katie Cous­ins úr Val en síðan komu Barbára Sól Gísla­dótt­ir úr Breiðabliki, Carol­ine Murray úr Þrótti og sam­herji Jordyn í liði Tinda­stóls, markvörður­inn Monica Wil­helm, með 8 M hver.

Vel gert Jordyn og Monica og til hamingju með emmin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir