Vasaúri og úrfesti stolið frá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ

Umrædda úrið sem stolið var í Glaumbæ. Mynd tekin af Facebook síðunni Byggðasafn Skagfirðinga
Umrædda úrið sem stolið var í Glaumbæ. Mynd tekin af Facebook síðunni Byggðasafn Skagfirðinga
Í tilkynningu á Facebooksíðu Byggðasafnsins segir að mannskepnan getur verið ólíkindatól. Starfsfólk safnsins hefur af og til orðið vart við að munir hverfi úr sýningu, að þeir séu teknir ófrjálsri hendi. Á undanförnum árum hafa m.a. horfið reiðsokkar (háleistar) og tóbaksponta, svo eitthvað sé nefnt. Steininn tók þó úr á dögunum þegar vasaúri með úrfesti var stolið úr lokuðu sýningarborði, sem fram að þessu hefur þótt tryggur geymslustaður, en til að stela slíkum grip þarf einbeittan brotavilja.

 

Úrfestin var í eigu Björns Pálssonar (1906-1979) á Miðsitju, en festina fékk hann frá móður sinni í tvítugsafmælisgjöf árið 1926. Festin er búin til úr smápeningum úr silfri, en tölur hafa verið máðar af peningunum og í staðinn grafið: „Á afmælisdaginn - Frá mömmu“. Úrið sjálft er af gerðinni OMEGA.
Stuldur safngripa er geysilegur missir, ekki aðeins fyrir safnið og menningarsögu svæðisins, heldur líka fyrir eigendur og gefendur, sem tengjast oft gripum miklum tilfinningaböndum.
 
Við hvetjum þann sem tók gripinn að sjá sóma sinn og skila úrinu og festinni aftur til safnsins! Einnig viljum við biðja almenning að hafa samband ef einhver býr yfir upplýsingum um hvar úrið og festin eru niðurkomin.
 
❗❗❗
 
Pocket Watch and Chain Stolen!
 
People can be unpredictable. The staff at the museum have occasionally noticed that items are stolen from the exhibitions. In recent years, various items such as riding socks (woolen socks), and a snuff horn, have gone missing. Recently, a more serious event took place when a pocket watch with a chain was stolen from a locked display case, which had previously been considered a secure storage place. Stealing such an item requires determined criminal intent.
The chain belonged to Björn Pálsson (1906-1979) from Miðsitja, and he received it from his mother as a twentieth birthday gift in 1926. The chain is made from silver coins, with the numbers polished off and replaced by the engraving: "On your birthday - From mom" (“Á afmælisdaginn- frá mömmu”). The watch itself is of the brand “OMEGA”.
 
The theft of museum artifacts is a significant loss, impacting not only the museum and the cultural history of the area but also the owners and donors, who often have strong emotional connections to the items.
 
We urge the person who took the item to do the honorable thing and return the watch and chain to the museum! We also ask the public to be vigilant and contact us if anyone has information about the whereabouts of the watch and chain.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir